Erlent

Fundinn sekur um morðtilraunir á lestarstöðvum í London

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér má sjá skjáskot úr efni öryggismyndavéla þar sem Crossley sést ýta Malpas út á lestarteinana.
Hér má sjá skjáskot úr efni öryggismyndavéla þar sem Crossley sést ýta Malpas út á lestarteinana. Vísir/AP
Enskur maður á fimmtugsaldri, að nafni Paul Crossley, hefur verið fundinn sekur um morðtilraun eftir að hafa ýtt Sir Paul Malpas, sem er 91 árs gamall, fram af brautarpalli og út á lestarteina á Marble Arch neðanjarðarlestarstöðinni í London. BBC greinir frá.Árásin átti sér stað þann 27. apríl síðastliðinn, en í upptökum öryggismyndavéla á Marble Arch lestarstöðinni má sjá Crossley ýta hinum rúmlega níræða Malpas út á lestarteina stöðvarinnar.Þá kom til sögunnar vitni að atburðinum, maður að nafni Riyad El Hussani, sem stökk út á teinana og koma Malpas aftur upp á brautarpallinn, réttri mínútu áður en næsta lest þaut á ógnarhraða yfir teinana sem Malpas lenti á.Þá var Crossley einnig fundinn sekur um aðra morðtilraun fyrr sama dag, þar sem hann reyndi að ýta öðrum manni, Tobias French, fyrir lest sem nálgaðist brautarpallinn. French tókst þó að halda jafnvægi sínu og lenti því ekki á lestarteinunum.Þegar réttað var yfir Crossley sagði hann fórnarlömb sín hafa verið valin af handahófi, auk þess sem hann hafi ekki ætlað að valda dauða mannanna. Þá sagðist hann aðeins hafa viljað hræða French, sem hann sagði hafa gefið sér „undarlegt augnaráð.“Old Bailey dómstóllinn fann Crossley hins vegar sekan um tvær morðtilraunir og verður refsing hans kveðin upp þann 9. nóvember, að undangengnu mati á geðrænu ástandi hans.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.