Fótbolti

FIFA bannar landsliði Sierra Leone frá alþjóðlegum fótbolta

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Úr leik Sierra Leone
Úr leik Sierra Leone Vísir/Getty
Landslið Sierra Leone hefur verið bannað frá alþjóðlegum fótbolta af alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA vegna afskipta stjórnvalda af knattspyrnusambandi þjóðarinnar.



Nefnd spillingamála í Sierra Leone sakaði forseta knattpspyrnusambandsins, Isha Johansen og ritara sambandsins, Christopher Kamara um spillingu.



Samkvæmt nefndinni, sem er undir lögum Sierra Leone verða þeir báðir að segja af sér þangað til mál þeirra hvað varðar spillingu er lokið.



FIFA telur þetta vera fullmikil afskipti stjórnvalda og mun landslið þeirra ekki spila alþjóðlegan fótbolta þangað til málin verða leyst.



"Banninu verður aflétt þegar knattspyrnusamband Sierra Leone og þeirra leiðtogar staðfesti til FIFA að knattspyrnusambandið stjórni sínum málum aftur," segir í yfirlýsingu frá FIFA.



Ef banninu verður ekki aflétt fyrir 11. október, mun leikur Sierra Leone og Ghana í undankeppni Afríkukeppninnar verða aflýst. Leikurinn á að fara fram þann 15. október.



Bæði Johansen og Kamara hafa neitað öllum ásökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×