Fótbolti

Ekkert húðflúr og ekkert skegg í nýjasta liði Berlusconi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Berlusconi er skemmtilegur fýr.
Berlusconi er skemmtilegur fýr. vísir/getty
Silvio Berlusconi, hinn skrautlegi fyrrum eigandi AC Milan, er búinn að kaupa C-deildarliðið Monza og hann er búinn að setja skýrar reglur hjá nýju félagi.

Berlusconi, sem hefur þrisvar sinnum verið forsætisráðherra á Ítalíu, hefur keypt Monza í gegnum fjölskyldufyrirtækið Fininvest.

Kaupverðið er talið vera um þrjár milljónir punda en hinn 82 ára gamli Berlusconi vill koma Monza upp í efstu deildina í fyrsta skipti í sögu félagsins.

„Við erum með sérstakt verkefni í gangi. Við viljum vera með ungt lið og bara leikmenn frá Ítalíu. Það er í lagi að vera með hár en þeir verða ekki með skegg og klárlega verða þeir ekki með húðflúr,” sagði hinn litríki Berlusconi.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verkefni Berlusconi gengur eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×