Innlent

Hálka á Hellisheiði og Holtavörðuheiði

Atli Ísleifsson skrifar
Hálka og éljagangur er á Heillisheiði og víðar.
Hálka og éljagangur er á Heillisheiði og víðar. Vísir/Kristófer Helgason

Hálka og éljagagur er á Hellisheiði og Mosfellsheiði og mörgum þjóðvegum til viðbótar í dag. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að sömuleiðis sé hálka og éljagangur á Holtavörðuheiði en hálka á Fróðárheiði. Hálkublettir í Borgarfirði og Vatnaleið en snjóþekja á Bröttubrekku.

„Á Vestfjörðum er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði, Mikladal og Ströndum. Hálka eða hálkublettir er á  fjallvegum og í Ísafjarðardjúpi. Hálkublettir eru á Barðarströnd og Þröskuldum. Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar eru ófærar.

Á Norðurlandi er hálka á Þverárfjalli, Vatnsskarði, Öxnadalsheiði og Víkurskarði.

Á Norðausturlandi er hálka og skafrenningur á Mývatnsheiði en snjóþekja í kringum Mývatn. Hálkublettir eru á flestum leiðum en snjóþekja og éljagagnur á Möðrudalöræfum.

Á Austurlandi er snjóþekja og skafrenningur á Fjarðarheiði og Fagradal. Hálka er á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi.

Á Suðurlandi er hálka er á Lyngdalsheiði, Gullna hringum og öllum öðrum leiðum,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.