Aukafundur hjá ríkisstjórn vegna laxeldismála Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 8. október 2018 12:10 Stjórnarráðið birti tilkynningu um áform sín um breytingar á ráðuneytum. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til aukafundar hjá ríkisstjórninni í hádeginu í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tilefni fundarins svipting starfsleyfis fyrir fiskeldi á Tálknafirði og Patreksfirði. Ráðherrar hafa verið að streyma inn í stjórnarráðið hver á fætur öðrum. Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið LAXINN LIFI og 8 veiðiréttarhafar sem kærðu áform um sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði segja að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlingamála sé stofnuð með lögum og er óháð og sjálfstæð í störfum sínum á sama hátt og dómstóll. Ráðherrar hafi því ekki heimild til að breyta úrskurðum nefndarinnar, heldur njóti deiluaðilar réttar til að bera úrskurðina undir dómstóla.Hópurinn varar ráðamenn við að reyna að ganga gegn uúrskurðum óháðrar og sjálfstæðrar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þá telja þau að enga undanþágu megi veita til fiskeldisfyrirtækja til starfa án gildra starfsleyfa.Formenn stjórnarflokkanna funduðu um fiskeldismálið í fyrradag en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að umhverfis- og sjávarútvegsráðuneytið skoði leiðir til að fyrirtækin fái að gæta meðalhófs og fái sanngjarnan frest til að bæta úr þeim annmörkum sem koma fram í kæruferli og faglega sé staðið að öllum málum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að vinna væri hafin í ráðuneytinu til að koma þessum fyrirtækjum í skjól. Fiskeldi Sjávarútvegur Tálknafjörður Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Ráðherra segir Óttar fara með staðlausa stafi í umræðu um fiskeldi Sigurður Ingi Jóhannsson segir að lögmann náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa fara með rangt mál í umræðu um fiskeldi á Vestfjörðum. 7. október 2018 13:27 Formenn stjórnarflokkanna funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um fiskeldismál Formenn stjórnarflokka ríkisstjórnarinnar funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarbæjar. Tilefni fundarins var að ræða stöðuna sem nú er uppi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sveitarfélögunum tveimur en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti fyrr í vikunni rekstrarleyfi fyrirtækjanna til fiskeldis á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn sveitarfélaganna sátu einnig fundinn. 7. október 2018 16:56 Segja úrskurðinn mikið áfall fyrir Vestfirði Fulltrúar allra sveitarfélaga á Vestfjörðum hafa sent frá sér ályktun þar sem því er lýst sem áfalli að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi hafnað beiðni fyrirtækjanna Arnalax og Arctic Sea Farm um frestun réttaráhrifa og fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna. 5. október 2018 20:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Boðað hefur verið til aukafundar hjá ríkisstjórninni í hádeginu í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tilefni fundarins svipting starfsleyfis fyrir fiskeldi á Tálknafirði og Patreksfirði. Ráðherrar hafa verið að streyma inn í stjórnarráðið hver á fætur öðrum. Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið LAXINN LIFI og 8 veiðiréttarhafar sem kærðu áform um sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði segja að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlingamála sé stofnuð með lögum og er óháð og sjálfstæð í störfum sínum á sama hátt og dómstóll. Ráðherrar hafi því ekki heimild til að breyta úrskurðum nefndarinnar, heldur njóti deiluaðilar réttar til að bera úrskurðina undir dómstóla.Hópurinn varar ráðamenn við að reyna að ganga gegn uúrskurðum óháðrar og sjálfstæðrar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þá telja þau að enga undanþágu megi veita til fiskeldisfyrirtækja til starfa án gildra starfsleyfa.Formenn stjórnarflokkanna funduðu um fiskeldismálið í fyrradag en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að umhverfis- og sjávarútvegsráðuneytið skoði leiðir til að fyrirtækin fái að gæta meðalhófs og fái sanngjarnan frest til að bæta úr þeim annmörkum sem koma fram í kæruferli og faglega sé staðið að öllum málum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að vinna væri hafin í ráðuneytinu til að koma þessum fyrirtækjum í skjól.
Fiskeldi Sjávarútvegur Tálknafjörður Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Ráðherra segir Óttar fara með staðlausa stafi í umræðu um fiskeldi Sigurður Ingi Jóhannsson segir að lögmann náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa fara með rangt mál í umræðu um fiskeldi á Vestfjörðum. 7. október 2018 13:27 Formenn stjórnarflokkanna funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um fiskeldismál Formenn stjórnarflokka ríkisstjórnarinnar funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarbæjar. Tilefni fundarins var að ræða stöðuna sem nú er uppi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sveitarfélögunum tveimur en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti fyrr í vikunni rekstrarleyfi fyrirtækjanna til fiskeldis á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn sveitarfélaganna sátu einnig fundinn. 7. október 2018 16:56 Segja úrskurðinn mikið áfall fyrir Vestfirði Fulltrúar allra sveitarfélaga á Vestfjörðum hafa sent frá sér ályktun þar sem því er lýst sem áfalli að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi hafnað beiðni fyrirtækjanna Arnalax og Arctic Sea Farm um frestun réttaráhrifa og fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna. 5. október 2018 20:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00
Ráðherra segir Óttar fara með staðlausa stafi í umræðu um fiskeldi Sigurður Ingi Jóhannsson segir að lögmann náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa fara með rangt mál í umræðu um fiskeldi á Vestfjörðum. 7. október 2018 13:27
Formenn stjórnarflokkanna funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um fiskeldismál Formenn stjórnarflokka ríkisstjórnarinnar funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarbæjar. Tilefni fundarins var að ræða stöðuna sem nú er uppi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sveitarfélögunum tveimur en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti fyrr í vikunni rekstrarleyfi fyrirtækjanna til fiskeldis á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn sveitarfélaganna sátu einnig fundinn. 7. október 2018 16:56
Segja úrskurðinn mikið áfall fyrir Vestfirði Fulltrúar allra sveitarfélaga á Vestfjörðum hafa sent frá sér ályktun þar sem því er lýst sem áfalli að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi hafnað beiðni fyrirtækjanna Arnalax og Arctic Sea Farm um frestun réttaráhrifa og fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna. 5. október 2018 20:00