Enski boltinn

Silva: Gylfi setur gott fordæmi fyrir liðsfélagana

Dagur Lárusson skrifar
Gylfi fagnar í gær.
Gylfi fagnar í gær. vísir/getty
Stjóri Everton, Marco Silva, var að vonum ánægður eftir sigur sinna manna gegn Fulham í gær og var hann sérstaklega ánægður með frammistöðu Gylfa.

 

Gylfi skoraði tvígvegis fyrir Everton en Silva telur hann setja gott fordæmi fyrir aðra leikmenn í liðinu.

 

„Gylfi sýnir alltaf mikinn karakter og það er mikilvægt að sýna jafn mikinn karakter og hann býr yfir. Hann leggur alltaf mikið á sig, það eru ekki bara mörkin hans.”

 

„Í dag voru guðirnir sanngjarnir við hann því hann lagði svo hart að sér, hann setur gott fordæmi fyrir liðsfélaga sína.”

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×