Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. september 2018 12:25 Vísir/Getty Hakkarar náðu að brjótast inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook. Með árásinni á síðuna náðu þeir sem að verkinu stóðu að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir á 14 ára sögu fyrirtækisins. Þrír gallar í hugbúnaði Facebook gerðu það að verkum að hakkararnir náðu að brjótast inn á reikninga notenda Facebook, þar á meðal reikning stofnanda fyrirtækisins, Marc Zuckerberg. Þá náðu hakkararnir einnig að brjótast inn á reikninga fólks sem eru þess eðlis að hægt er að skrá sig inn á þá í gegnum Facebook. Það eru forrit á borð við Spotify, Instagram og Tinder. Brotið gerir hökkurunum kleift að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Samkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. Varaforseti Facebook segir að gallinn hafi verið lagaður og hafa þeir reikningar sem urðu fyrir barðinu á hökkurum verið endurræstir ásamt 40 milljón öðrum til varúðar.Getty/Spencer PlattFacebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem ráðist var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni eða hvar þeir eru staðsettir. Brotið átti sér stað á ansi óheppilegum tíma en undanfarið hefur Facebook unnið að því að sannfæra lögmenn í Bandaríkjunum um að fyrirtækið hafi alla burði til að vernda notendagögn fólks. Lögmenn hafa bent á að stjórnvöld þurfi að grípa inn í ef fyrirtæki á borð við Facebook gætu ekki tekið á öryggismálum af festu. Vegna atburðarins á fimmtudaginn hafa lögmenn rætt um það að nú sé tímabært að herða slíkt eftirlit. Stofnandi Facebook segir að fyrirtækið taki öryggi notenda alvarlega. Óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu. Facebook Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Hakkarar náðu að brjótast inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook. Með árásinni á síðuna náðu þeir sem að verkinu stóðu að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir á 14 ára sögu fyrirtækisins. Þrír gallar í hugbúnaði Facebook gerðu það að verkum að hakkararnir náðu að brjótast inn á reikninga notenda Facebook, þar á meðal reikning stofnanda fyrirtækisins, Marc Zuckerberg. Þá náðu hakkararnir einnig að brjótast inn á reikninga fólks sem eru þess eðlis að hægt er að skrá sig inn á þá í gegnum Facebook. Það eru forrit á borð við Spotify, Instagram og Tinder. Brotið gerir hökkurunum kleift að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Samkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. Varaforseti Facebook segir að gallinn hafi verið lagaður og hafa þeir reikningar sem urðu fyrir barðinu á hökkurum verið endurræstir ásamt 40 milljón öðrum til varúðar.Getty/Spencer PlattFacebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem ráðist var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni eða hvar þeir eru staðsettir. Brotið átti sér stað á ansi óheppilegum tíma en undanfarið hefur Facebook unnið að því að sannfæra lögmenn í Bandaríkjunum um að fyrirtækið hafi alla burði til að vernda notendagögn fólks. Lögmenn hafa bent á að stjórnvöld þurfi að grípa inn í ef fyrirtæki á borð við Facebook gætu ekki tekið á öryggismálum af festu. Vegna atburðarins á fimmtudaginn hafa lögmenn rætt um það að nú sé tímabært að herða slíkt eftirlit. Stofnandi Facebook segir að fyrirtækið taki öryggi notenda alvarlega. Óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu.
Facebook Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira