Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. september 2018 12:25 Vísir/Getty Hakkarar náðu að brjótast inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook. Með árásinni á síðuna náðu þeir sem að verkinu stóðu að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir á 14 ára sögu fyrirtækisins. Þrír gallar í hugbúnaði Facebook gerðu það að verkum að hakkararnir náðu að brjótast inn á reikninga notenda Facebook, þar á meðal reikning stofnanda fyrirtækisins, Marc Zuckerberg. Þá náðu hakkararnir einnig að brjótast inn á reikninga fólks sem eru þess eðlis að hægt er að skrá sig inn á þá í gegnum Facebook. Það eru forrit á borð við Spotify, Instagram og Tinder. Brotið gerir hökkurunum kleift að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Samkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. Varaforseti Facebook segir að gallinn hafi verið lagaður og hafa þeir reikningar sem urðu fyrir barðinu á hökkurum verið endurræstir ásamt 40 milljón öðrum til varúðar.Getty/Spencer PlattFacebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem ráðist var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni eða hvar þeir eru staðsettir. Brotið átti sér stað á ansi óheppilegum tíma en undanfarið hefur Facebook unnið að því að sannfæra lögmenn í Bandaríkjunum um að fyrirtækið hafi alla burði til að vernda notendagögn fólks. Lögmenn hafa bent á að stjórnvöld þurfi að grípa inn í ef fyrirtæki á borð við Facebook gætu ekki tekið á öryggismálum af festu. Vegna atburðarins á fimmtudaginn hafa lögmenn rætt um það að nú sé tímabært að herða slíkt eftirlit. Stofnandi Facebook segir að fyrirtækið taki öryggi notenda alvarlega. Óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu. Facebook Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Hakkarar náðu að brjótast inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook. Með árásinni á síðuna náðu þeir sem að verkinu stóðu að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir á 14 ára sögu fyrirtækisins. Þrír gallar í hugbúnaði Facebook gerðu það að verkum að hakkararnir náðu að brjótast inn á reikninga notenda Facebook, þar á meðal reikning stofnanda fyrirtækisins, Marc Zuckerberg. Þá náðu hakkararnir einnig að brjótast inn á reikninga fólks sem eru þess eðlis að hægt er að skrá sig inn á þá í gegnum Facebook. Það eru forrit á borð við Spotify, Instagram og Tinder. Brotið gerir hökkurunum kleift að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Samkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. Varaforseti Facebook segir að gallinn hafi verið lagaður og hafa þeir reikningar sem urðu fyrir barðinu á hökkurum verið endurræstir ásamt 40 milljón öðrum til varúðar.Getty/Spencer PlattFacebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem ráðist var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni eða hvar þeir eru staðsettir. Brotið átti sér stað á ansi óheppilegum tíma en undanfarið hefur Facebook unnið að því að sannfæra lögmenn í Bandaríkjunum um að fyrirtækið hafi alla burði til að vernda notendagögn fólks. Lögmenn hafa bent á að stjórnvöld þurfi að grípa inn í ef fyrirtæki á borð við Facebook gætu ekki tekið á öryggismálum af festu. Vegna atburðarins á fimmtudaginn hafa lögmenn rætt um það að nú sé tímabært að herða slíkt eftirlit. Stofnandi Facebook segir að fyrirtækið taki öryggi notenda alvarlega. Óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu.
Facebook Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira