„Það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2018 14:09 Margrét Kristín er nýr formaður Samtaka leigjenda. Aðsend/Alda Lóa Leifsdóttir Það að búa í öruggu húsnæði ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að sögn nýs formanns Samtaka leigjenda. Meiri samtakamátt þurfi til að ná eyrum stjórnvalda. Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður en sjálf hefur hún lengi verið á leigumarkaði. Hún segir mörg ærin verkefni framundan.„Að það sé hægt að sprengja upp leiguverð hvað eftir annað og það séu engin viðurlög við því eða ekkert þak sett á það hvað má rukka fólk um háa leigu, það er náttúrlega bara út í hött,“ segir Magga Stína. Kosið var í 34 manna stjórn á aðalfundinum í gær sem í sitja leigjendur hvaðanæva að af landinu. „Þessum samtökum er ætlað að vekja upp einhvers konar kannski stærri bylgju og vera í miklu sambandi við leigjendur. Leigjendur eru auðvitað mjög ólíkur hópur.“ Til stendur að stofna félög innan Samtaka leigjenda sem sinna munu hagsmunagæslu ólíkra hópa leigjenda. „Í næstu viku verður stofnað félag leigjenda í félagsbústöðum innan þessara samtaka.“ Þá verður leitað til verkalýðshreyfingarinnar um stuðning og samstarf að sögn Möggu Stínu. „Ég myndi segja að það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi. Eins og sögurnar herma þá náttúrlega þarf auðvitað miklu meiri samtakamátt til þess að ná eyrum stjórnvalda. Það er eitthvað sem er verkefni sem liggur fyrir í raun og veru, að taka tappann úr eyrum stjórnvalda,“ segir Magga Stína sem hlakkar til að takast á við verkefnið og hyggst fara keik út í baráttuna. Tengdar fréttir Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. 29. september 2018 20:13 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Það að búa í öruggu húsnæði ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að sögn nýs formanns Samtaka leigjenda. Meiri samtakamátt þurfi til að ná eyrum stjórnvalda. Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður en sjálf hefur hún lengi verið á leigumarkaði. Hún segir mörg ærin verkefni framundan.„Að það sé hægt að sprengja upp leiguverð hvað eftir annað og það séu engin viðurlög við því eða ekkert þak sett á það hvað má rukka fólk um háa leigu, það er náttúrlega bara út í hött,“ segir Magga Stína. Kosið var í 34 manna stjórn á aðalfundinum í gær sem í sitja leigjendur hvaðanæva að af landinu. „Þessum samtökum er ætlað að vekja upp einhvers konar kannski stærri bylgju og vera í miklu sambandi við leigjendur. Leigjendur eru auðvitað mjög ólíkur hópur.“ Til stendur að stofna félög innan Samtaka leigjenda sem sinna munu hagsmunagæslu ólíkra hópa leigjenda. „Í næstu viku verður stofnað félag leigjenda í félagsbústöðum innan þessara samtaka.“ Þá verður leitað til verkalýðshreyfingarinnar um stuðning og samstarf að sögn Möggu Stínu. „Ég myndi segja að það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi. Eins og sögurnar herma þá náttúrlega þarf auðvitað miklu meiri samtakamátt til þess að ná eyrum stjórnvalda. Það er eitthvað sem er verkefni sem liggur fyrir í raun og veru, að taka tappann úr eyrum stjórnvalda,“ segir Magga Stína sem hlakkar til að takast á við verkefnið og hyggst fara keik út í baráttuna.
Tengdar fréttir Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. 29. september 2018 20:13 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. 29. september 2018 20:13