Enski boltinn

Mourinho: Gott að við eigum leik á þriðjudaginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho þungt hugsi í gær.
Mourinho þungt hugsi í gær. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að það sé gott að liðið eigi leik strax á þriðjudaginn eftir afhroðið gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

United tapaði 3-1 gegn West Ham í gær og stemningin er ekki góð á Old Trafford eftir dapra byrjun. Mourinho er þó ánægður með að það sé stutt í næsta leik og þar geti liðið bætt fyrir tapið.

„Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá er ég mjög ánægður með að við eigum leik á þriðjudaginn,” sagði Portúgalinn er hann talaði um tapið.

„Ég er mjög ánægður að ég þurfi strax að fara hugsa um æfinguna á morgun og leikinn á þriðjudaginn. Ég vil frekar spila þá en að bíða í viku með slæmar tilfinningar.”

„Mig hlakkar til að spila á þriðjudaginn og ég vona að megnið af hópnum geri það líka. Ég get ekki kvartað yfir viðhorfi leikmannanna,” sagði Mourinho að lokum en sæti hans er talið ansi heitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×