Þetta eru þjóðirnar átján sem hafa farið upp fyrir Ísland á FIFA-listanum síðan í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu eru á leið niður FIFA-listann eftir tvö stór töp í Þjóðadeildinni. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið er í 36. sæti á nýjum FIFA-lista en nýjasti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins var gefinn út í morgun. Vísir hafði áður sagt frá því að íslenska karlalandsliðið myndi halda áfram að falla niður listann. Íslenska landsliðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í Þjóðadeildinni með markatölunni 0-9. Fyrst 6-0 á móti Sviss í St. Gallen og svo 3-0 á móti Belgum á Laugardalsvelli. Ekkert félag inn á topp 36 á FIFA-listanum féll niður um fleiri sæti á þessum lista en Ísland gerði núna. Eitt annað landslið inn á topp fimmtíu fór niður um fleiri sæti en Kosta Ríka menn duttu niður um fimm sæti. Þeir eru í 37. sætinu eða einu sæti á eftir Íslandi. Þetta 36. sæti þýðir að íslenska landsliðið hefur fallið niður um fjórtán sæti á tveimur mánuðum og alls niður um átján sæti á aðeins hálfu ári. Íslenska landsliðið var í 18. sæti á FIFA-listanum í mars og hefur aldrei verið ofar. Þjóðirnar átján sem hafa komist upp fyrir Ísland á FIFA-listanum síðan í mars eru eftirtaldar en sæti þeirra í dag er innan sviga.Upp fyrir Ísland á FIFA-listanum á sex mánuðum: Úrúgvæ (5. sæti) Svíþjóð (15. sæti) Holland (17. sæti) Wales (19. sæti) Bandaríkin (22. sæti) Túnis (23. sæti) Austurríki (24. sæti) Senegal (25. sæti) Slóvakía (26. sæti) Rúmenía (27. sæti) Norður Írland (28. sæti) Úkraína (29. sæti) Írland (30. sæti) Paragvæ (31. sæti) Venesúela (32. sæti) Íran (33. sæti) Bosnía (34. sæti) Serbía (35. sæti) Belgía og Frakkland eru nú efst og jöfn í efsta sæti listans. Belgar komust því á toppinn með sigrinum á Íslandi á Laugardalsvellinum.NEW #FIFARanking Belgium and France 1st-ever joint leaders Germany regain some ground Ukraine biggest climbers More info https://t.co/w44kRrYA0Npic.twitter.com/v7vs5Cm1Ud — FIFA.com (@FIFAcom) September 20, 2018Englendingar eru áfram í sjötta sætinu en Spánverjar eru í 9. sæti og fimm sætum neðar en Króatar (4. sæti). Spánn vann samt 6-0 sigur á Króatíu í Þjóðadeildinni á dögunum. Svíar eru í 15. sætinu og detta niður um tvö sæti. Lars Lagerbäck er síðan kominn með norska landsliðið upp í 52. sæti listans. Lars Lagerbäck tók við norska landsliðinu í 81. sæti FIFA-listans í febrúar 2017 og hefur því þegar farið með liðið upp um 29 sæti.Staða Norðurlandaþjóðanna á FIFA-listanum: 10. sæti - Danmörk 15. sæti - Svíþjóð 36. sæti - Ísland 52. sæti - Noregur 58. sæti - Finnland 92. sæti - Færeyjar Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. 13. september 2018 07:30 Sigurinn á Íslandi kemur Belgum á toppinn á heimslistanum Belgar unnu 3-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í gærkvöld en bronsliðið frá HM í sumar sýndi þar og sannaði að það fer eitt allra besta lið heims. 12. september 2018 09:30 Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. 14. september 2018 14:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið er í 36. sæti á nýjum FIFA-lista en nýjasti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins var gefinn út í morgun. Vísir hafði áður sagt frá því að íslenska karlalandsliðið myndi halda áfram að falla niður listann. Íslenska landsliðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í Þjóðadeildinni með markatölunni 0-9. Fyrst 6-0 á móti Sviss í St. Gallen og svo 3-0 á móti Belgum á Laugardalsvelli. Ekkert félag inn á topp 36 á FIFA-listanum féll niður um fleiri sæti á þessum lista en Ísland gerði núna. Eitt annað landslið inn á topp fimmtíu fór niður um fleiri sæti en Kosta Ríka menn duttu niður um fimm sæti. Þeir eru í 37. sætinu eða einu sæti á eftir Íslandi. Þetta 36. sæti þýðir að íslenska landsliðið hefur fallið niður um fjórtán sæti á tveimur mánuðum og alls niður um átján sæti á aðeins hálfu ári. Íslenska landsliðið var í 18. sæti á FIFA-listanum í mars og hefur aldrei verið ofar. Þjóðirnar átján sem hafa komist upp fyrir Ísland á FIFA-listanum síðan í mars eru eftirtaldar en sæti þeirra í dag er innan sviga.Upp fyrir Ísland á FIFA-listanum á sex mánuðum: Úrúgvæ (5. sæti) Svíþjóð (15. sæti) Holland (17. sæti) Wales (19. sæti) Bandaríkin (22. sæti) Túnis (23. sæti) Austurríki (24. sæti) Senegal (25. sæti) Slóvakía (26. sæti) Rúmenía (27. sæti) Norður Írland (28. sæti) Úkraína (29. sæti) Írland (30. sæti) Paragvæ (31. sæti) Venesúela (32. sæti) Íran (33. sæti) Bosnía (34. sæti) Serbía (35. sæti) Belgía og Frakkland eru nú efst og jöfn í efsta sæti listans. Belgar komust því á toppinn með sigrinum á Íslandi á Laugardalsvellinum.NEW #FIFARanking Belgium and France 1st-ever joint leaders Germany regain some ground Ukraine biggest climbers More info https://t.co/w44kRrYA0Npic.twitter.com/v7vs5Cm1Ud — FIFA.com (@FIFAcom) September 20, 2018Englendingar eru áfram í sjötta sætinu en Spánverjar eru í 9. sæti og fimm sætum neðar en Króatar (4. sæti). Spánn vann samt 6-0 sigur á Króatíu í Þjóðadeildinni á dögunum. Svíar eru í 15. sætinu og detta niður um tvö sæti. Lars Lagerbäck er síðan kominn með norska landsliðið upp í 52. sæti listans. Lars Lagerbäck tók við norska landsliðinu í 81. sæti FIFA-listans í febrúar 2017 og hefur því þegar farið með liðið upp um 29 sæti.Staða Norðurlandaþjóðanna á FIFA-listanum: 10. sæti - Danmörk 15. sæti - Svíþjóð 36. sæti - Ísland 52. sæti - Noregur 58. sæti - Finnland 92. sæti - Færeyjar
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. 13. september 2018 07:30 Sigurinn á Íslandi kemur Belgum á toppinn á heimslistanum Belgar unnu 3-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í gærkvöld en bronsliðið frá HM í sumar sýndi þar og sannaði að það fer eitt allra besta lið heims. 12. september 2018 09:30 Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. 14. september 2018 14:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. 13. september 2018 07:30
Sigurinn á Íslandi kemur Belgum á toppinn á heimslistanum Belgar unnu 3-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í gærkvöld en bronsliðið frá HM í sumar sýndi þar og sannaði að það fer eitt allra besta lið heims. 12. september 2018 09:30
Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. 14. september 2018 14:00