Vaxandi kannabisneysla á Suðurlandi: Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af ástandinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. september 2018 19:45 Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af aukinni kannabisneyslu ungs fólks á svæðinu, allt niður í grunnskólabörn. Hann hvetur samfélagið til að taka á festu á þessum málum, ekki að samþykkja fíkniefnaneyslu, um leið og hann viðurkennir að lögreglan sé ekki að standa sig nógu vel í málaflokknum.Hjá Lögreglunni á Suðurlandi eins og svo víða annars staðar á landinu fjölgar fíkniefnamálum stöðugt, ekki síst kannabismálum Þar sem lögreglumenn hafi afskipti af einstaklingum sem eru vegna langvarandi kannabisneyslu í geðrofi og engin leið að ná til viðkomandi.„Menn hafa fengið að ganga fram gagnrýnislaust og halda fram skaðleysi þessara efna. Okkar reynsla er sú að við erum að sjá nýja neytendur sem eru komnir jafnvel í geðrof og lenda þá í höndunum á okkur einhvers staðar á sokkaleistunum og vita hvorki í þennan heim eða annan og enda þá jafnvel í kjallaranum hjá okkur að því að það eru engin úrræði í boði fyrir þá sem eru undir áhrifum“, segir Oddur.Hann segist hafa mjög slæma tilfinningu um stöðu kannabismála á Íslandi.„Einhvern veginn þá finnst mér vera samþykki í samfélaginu um að það eigi bara að leyfa mönnum að vera í sinni fíkniefnaneyslu í friði hvort sem það er kannabisneysla eða önnur efni. Við megum ekki láta ungdóminn okkar alast upp í þeirri trú“.Samkvæmt tölum frá Lögreglunni á Suðurlandi fjölgar málum sífellt sem varða kannabisneyslu. Oddur segir að mesta neyslan sé mest á meðal 17 – 20 ára unglinga, en hana megi líka finna í grunnskólum á svæðinu. Hann segir að lögreglan megi standa sig mun, mun betur við að uppræta fíkniefnamál.„Við getum bætt okkur með auknu eftirliti og með forvarnarstarfi, þá eigum við að geta náð þessum árangri. Það er bjartara framundan en verið hefur með mannskap í þessu verkefni og við ætlum að nýta það andrými í þennan málaflokk meðal annars“, segir Oddur. Lögreglumál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af aukinni kannabisneyslu ungs fólks á svæðinu, allt niður í grunnskólabörn. Hann hvetur samfélagið til að taka á festu á þessum málum, ekki að samþykkja fíkniefnaneyslu, um leið og hann viðurkennir að lögreglan sé ekki að standa sig nógu vel í málaflokknum.Hjá Lögreglunni á Suðurlandi eins og svo víða annars staðar á landinu fjölgar fíkniefnamálum stöðugt, ekki síst kannabismálum Þar sem lögreglumenn hafi afskipti af einstaklingum sem eru vegna langvarandi kannabisneyslu í geðrofi og engin leið að ná til viðkomandi.„Menn hafa fengið að ganga fram gagnrýnislaust og halda fram skaðleysi þessara efna. Okkar reynsla er sú að við erum að sjá nýja neytendur sem eru komnir jafnvel í geðrof og lenda þá í höndunum á okkur einhvers staðar á sokkaleistunum og vita hvorki í þennan heim eða annan og enda þá jafnvel í kjallaranum hjá okkur að því að það eru engin úrræði í boði fyrir þá sem eru undir áhrifum“, segir Oddur.Hann segist hafa mjög slæma tilfinningu um stöðu kannabismála á Íslandi.„Einhvern veginn þá finnst mér vera samþykki í samfélaginu um að það eigi bara að leyfa mönnum að vera í sinni fíkniefnaneyslu í friði hvort sem það er kannabisneysla eða önnur efni. Við megum ekki láta ungdóminn okkar alast upp í þeirri trú“.Samkvæmt tölum frá Lögreglunni á Suðurlandi fjölgar málum sífellt sem varða kannabisneyslu. Oddur segir að mesta neyslan sé mest á meðal 17 – 20 ára unglinga, en hana megi líka finna í grunnskólum á svæðinu. Hann segir að lögreglan megi standa sig mun, mun betur við að uppræta fíkniefnamál.„Við getum bætt okkur með auknu eftirliti og með forvarnarstarfi, þá eigum við að geta náð þessum árangri. Það er bjartara framundan en verið hefur með mannskap í þessu verkefni og við ætlum að nýta það andrými í þennan málaflokk meðal annars“, segir Oddur.
Lögreglumál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði