Allt á hvolfi í Cleveland eftir að liðið vann loksins leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. september 2018 07:31 LeBron James er farinn frá Cleveland en það er nýr kóngur í borginni - Baker Mayfield. Hann fagnar hér eftir að hafa gripið snertimarkssendingu. vísir/getty Eftir 635 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því að Cleveland Browns vann leik í NFL-deildinni. Stuðningsmenn fögnuðu eins og liðið hefði unnið Super Bowl-leikinn er þeir skelltu NY Jets, 21-17. Browns vann síðast leik á aðfangadag árið 2016. Liðið hafði spilað 19 leiki í röð í deildinni án þess að vinna. Flestir hafa vorkennt liðinu í eyðirmerkurgöngu sinni en stuðningsmennirnir hafa slegið flestu upp í grín og fóru meðal annars í skrúðgöngu í lok síðasta tímabilsins til þess að fagna hörmulegu gengi liðsins. Sigurinn getur liðið þakkað nýliðaleikstjórnandanum sínum, Baker Mayfield, sem fékk loksins tækifæri í nótt og skilaði sigri í fyrsta leik. Mayfield var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrir tímabilið en mátti sætta sig við setu á bekknum í fyrstu leikjunum. Aðalleikstjórnandi liðsins, Tyrod Taylor, fór meiddur af velli eftir hörmungarframmistöðu. Þá var Cleveland undir, 0-14. Undir styrkri stjórn Mayfield snéri liðið leiknum við og vann eftirminnilegan sigur, 21-17. Hér að neðan má sjá tilþrif Mayfield í leiknum.The No. 1 overall pick made his NFL debut. And led the @Browns to a win! @bakermayfield's BEST PLAYS from #NYJvsCLE! #TNF#Brownspic.twitter.com/81QYWMhlan — NFL (@NFL) September 21, 2018 Flottustu tilþrif kvöldsins komu er Mayfield greip sjálfur snertimarkssendingu frá útherjanum Jarvis Landry. Geggjuð tilþrif. Þarna voru þeir að leika eftir tilþrif meistara Eagles frá Super Bowl en kerfið þá fékk strax nafnið, Philly Special.Baker Special vs. Philly Special pic.twitter.com/k6uo8sfhGq — NFL (@NFL) September 21, 2018 Stemningin í borginni var engu lík eftir leik. Allir barir borgarinnar fylltust og líklega fáir að mæta í vinnu í dag. Það var eins og titill væri í húsi og aðdáendur opnuðu meðal annars kampavín.Every Cleveland bar is Believeland tonight pic.twitter.com/V5CTdNBXIP — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018 Sigurtilfinningin var svo góð hjá stuðningsmönnum Browns að þeir gátu ekki annað en sungið We Are The Champions. Það er langt síðan þetta fólk fagnaði og það átti það skilið.Browns fans singing "We Are the Champions" after ending losing drought pic.twitter.com/Vfbcl1zyul — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018 NFL Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Sjá meira
Eftir 635 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því að Cleveland Browns vann leik í NFL-deildinni. Stuðningsmenn fögnuðu eins og liðið hefði unnið Super Bowl-leikinn er þeir skelltu NY Jets, 21-17. Browns vann síðast leik á aðfangadag árið 2016. Liðið hafði spilað 19 leiki í röð í deildinni án þess að vinna. Flestir hafa vorkennt liðinu í eyðirmerkurgöngu sinni en stuðningsmennirnir hafa slegið flestu upp í grín og fóru meðal annars í skrúðgöngu í lok síðasta tímabilsins til þess að fagna hörmulegu gengi liðsins. Sigurinn getur liðið þakkað nýliðaleikstjórnandanum sínum, Baker Mayfield, sem fékk loksins tækifæri í nótt og skilaði sigri í fyrsta leik. Mayfield var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrir tímabilið en mátti sætta sig við setu á bekknum í fyrstu leikjunum. Aðalleikstjórnandi liðsins, Tyrod Taylor, fór meiddur af velli eftir hörmungarframmistöðu. Þá var Cleveland undir, 0-14. Undir styrkri stjórn Mayfield snéri liðið leiknum við og vann eftirminnilegan sigur, 21-17. Hér að neðan má sjá tilþrif Mayfield í leiknum.The No. 1 overall pick made his NFL debut. And led the @Browns to a win! @bakermayfield's BEST PLAYS from #NYJvsCLE! #TNF#Brownspic.twitter.com/81QYWMhlan — NFL (@NFL) September 21, 2018 Flottustu tilþrif kvöldsins komu er Mayfield greip sjálfur snertimarkssendingu frá útherjanum Jarvis Landry. Geggjuð tilþrif. Þarna voru þeir að leika eftir tilþrif meistara Eagles frá Super Bowl en kerfið þá fékk strax nafnið, Philly Special.Baker Special vs. Philly Special pic.twitter.com/k6uo8sfhGq — NFL (@NFL) September 21, 2018 Stemningin í borginni var engu lík eftir leik. Allir barir borgarinnar fylltust og líklega fáir að mæta í vinnu í dag. Það var eins og titill væri í húsi og aðdáendur opnuðu meðal annars kampavín.Every Cleveland bar is Believeland tonight pic.twitter.com/V5CTdNBXIP — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018 Sigurtilfinningin var svo góð hjá stuðningsmönnum Browns að þeir gátu ekki annað en sungið We Are The Champions. Það er langt síðan þetta fólk fagnaði og það átti það skilið.Browns fans singing "We Are the Champions" after ending losing drought pic.twitter.com/Vfbcl1zyul — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018
NFL Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Sjá meira