Allt á hvolfi í Cleveland eftir að liðið vann loksins leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. september 2018 07:31 LeBron James er farinn frá Cleveland en það er nýr kóngur í borginni - Baker Mayfield. Hann fagnar hér eftir að hafa gripið snertimarkssendingu. vísir/getty Eftir 635 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því að Cleveland Browns vann leik í NFL-deildinni. Stuðningsmenn fögnuðu eins og liðið hefði unnið Super Bowl-leikinn er þeir skelltu NY Jets, 21-17. Browns vann síðast leik á aðfangadag árið 2016. Liðið hafði spilað 19 leiki í röð í deildinni án þess að vinna. Flestir hafa vorkennt liðinu í eyðirmerkurgöngu sinni en stuðningsmennirnir hafa slegið flestu upp í grín og fóru meðal annars í skrúðgöngu í lok síðasta tímabilsins til þess að fagna hörmulegu gengi liðsins. Sigurinn getur liðið þakkað nýliðaleikstjórnandanum sínum, Baker Mayfield, sem fékk loksins tækifæri í nótt og skilaði sigri í fyrsta leik. Mayfield var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrir tímabilið en mátti sætta sig við setu á bekknum í fyrstu leikjunum. Aðalleikstjórnandi liðsins, Tyrod Taylor, fór meiddur af velli eftir hörmungarframmistöðu. Þá var Cleveland undir, 0-14. Undir styrkri stjórn Mayfield snéri liðið leiknum við og vann eftirminnilegan sigur, 21-17. Hér að neðan má sjá tilþrif Mayfield í leiknum.The No. 1 overall pick made his NFL debut. And led the @Browns to a win! @bakermayfield's BEST PLAYS from #NYJvsCLE! #TNF#Brownspic.twitter.com/81QYWMhlan — NFL (@NFL) September 21, 2018 Flottustu tilþrif kvöldsins komu er Mayfield greip sjálfur snertimarkssendingu frá útherjanum Jarvis Landry. Geggjuð tilþrif. Þarna voru þeir að leika eftir tilþrif meistara Eagles frá Super Bowl en kerfið þá fékk strax nafnið, Philly Special.Baker Special vs. Philly Special pic.twitter.com/k6uo8sfhGq — NFL (@NFL) September 21, 2018 Stemningin í borginni var engu lík eftir leik. Allir barir borgarinnar fylltust og líklega fáir að mæta í vinnu í dag. Það var eins og titill væri í húsi og aðdáendur opnuðu meðal annars kampavín.Every Cleveland bar is Believeland tonight pic.twitter.com/V5CTdNBXIP — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018 Sigurtilfinningin var svo góð hjá stuðningsmönnum Browns að þeir gátu ekki annað en sungið We Are The Champions. Það er langt síðan þetta fólk fagnaði og það átti það skilið.Browns fans singing "We Are the Champions" after ending losing drought pic.twitter.com/Vfbcl1zyul — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018 NFL Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Sjá meira
Eftir 635 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því að Cleveland Browns vann leik í NFL-deildinni. Stuðningsmenn fögnuðu eins og liðið hefði unnið Super Bowl-leikinn er þeir skelltu NY Jets, 21-17. Browns vann síðast leik á aðfangadag árið 2016. Liðið hafði spilað 19 leiki í röð í deildinni án þess að vinna. Flestir hafa vorkennt liðinu í eyðirmerkurgöngu sinni en stuðningsmennirnir hafa slegið flestu upp í grín og fóru meðal annars í skrúðgöngu í lok síðasta tímabilsins til þess að fagna hörmulegu gengi liðsins. Sigurinn getur liðið þakkað nýliðaleikstjórnandanum sínum, Baker Mayfield, sem fékk loksins tækifæri í nótt og skilaði sigri í fyrsta leik. Mayfield var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrir tímabilið en mátti sætta sig við setu á bekknum í fyrstu leikjunum. Aðalleikstjórnandi liðsins, Tyrod Taylor, fór meiddur af velli eftir hörmungarframmistöðu. Þá var Cleveland undir, 0-14. Undir styrkri stjórn Mayfield snéri liðið leiknum við og vann eftirminnilegan sigur, 21-17. Hér að neðan má sjá tilþrif Mayfield í leiknum.The No. 1 overall pick made his NFL debut. And led the @Browns to a win! @bakermayfield's BEST PLAYS from #NYJvsCLE! #TNF#Brownspic.twitter.com/81QYWMhlan — NFL (@NFL) September 21, 2018 Flottustu tilþrif kvöldsins komu er Mayfield greip sjálfur snertimarkssendingu frá útherjanum Jarvis Landry. Geggjuð tilþrif. Þarna voru þeir að leika eftir tilþrif meistara Eagles frá Super Bowl en kerfið þá fékk strax nafnið, Philly Special.Baker Special vs. Philly Special pic.twitter.com/k6uo8sfhGq — NFL (@NFL) September 21, 2018 Stemningin í borginni var engu lík eftir leik. Allir barir borgarinnar fylltust og líklega fáir að mæta í vinnu í dag. Það var eins og titill væri í húsi og aðdáendur opnuðu meðal annars kampavín.Every Cleveland bar is Believeland tonight pic.twitter.com/V5CTdNBXIP — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018 Sigurtilfinningin var svo góð hjá stuðningsmönnum Browns að þeir gátu ekki annað en sungið We Are The Champions. Það er langt síðan þetta fólk fagnaði og það átti það skilið.Browns fans singing "We Are the Champions" after ending losing drought pic.twitter.com/Vfbcl1zyul — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018
NFL Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Sjá meira