Enski boltinn

Fyrsti leikur Manchester United í mörg ár sem er ekki sýndur beint

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba með fyrirliðaband Manchester United.
Paul Pogba með fyrirliðaband Manchester United. Vísir/Getty
Manchester United mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun en leikurinn verður ekki sýndur beint á sportstöðvum Stöðvar tvö.

Allir leikir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni undanfarin ár hafa verið sýndir í beinni útsendingu en samningar Stöð 2 Sport við rétthafa í Bretlandi koma í veg fyrir að leikur United á morgun verði sýndur beint.

Stöð 2 Sport, sem og öðrum rétthöfum í Evrópu, er aðeins heimilt að sýna einn leik klukkan tvö hvern laugardag.

Þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem enska úrvalsdeildin setur Liverpool og Man Utd leiki á þessum leiktíma. Stöð 2 Sport þarf því að velja á milli liðanna og að þessu sinni verður leikur Liverpool á móti Southampton sýndur beint.

Þetta mun hins vegar koma aftur upp í 13. umferð og þá mun Stöð 2 Sport sýna leik Manchester United en sleppa leik Liverpool liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×