Enski boltinn

Fyrsti leikur Manchester United í mörg ár sem er ekki sýndur beint

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba með fyrirliðaband Manchester United.
Paul Pogba með fyrirliðaband Manchester United. Vísir/Getty

Manchester United mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun en leikurinn verður ekki sýndur beint á sportstöðvum Stöðvar tvö.

Allir leikir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni undanfarin ár hafa verið sýndir í beinni útsendingu en samningar Stöð 2 Sport við rétthafa í Bretlandi koma í veg fyrir að leikur United á morgun verði sýndur beint.

Stöð 2 Sport, sem og öðrum rétthöfum í Evrópu, er aðeins heimilt að sýna einn leik klukkan tvö hvern laugardag.

Þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem enska úrvalsdeildin setur Liverpool og Man Utd leiki á þessum leiktíma. Stöð 2 Sport þarf því að velja á milli liðanna og að þessu sinni verður leikur Liverpool á móti Southampton sýndur beint.

Þetta mun hins vegar koma aftur upp í 13. umferð og þá mun Stöð 2 Sport sýna leik Manchester United en sleppa leik Liverpool liðsins.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.