Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2018 17:16 Vegfarendur hafa leyst bíla af hólmi á Laugavegi síðustu mánuði. Mynd/Reykjavíkurborg Tillaga um varanlegar göngugötur í miðborg Reykjavíkur verður mótuð í vetur og liggja fyrir í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Tímabili göngugatna miðborginni lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. Í tilkynningunni segir að umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar hafi nýlega verið falið af borgarráði að útfæra tillögur að göngugötum til framtíðar á völdum svæðum í miðborginni. „Sviðinu var einnig falið að útfæra endurhönnun göngusvæða með tilliti til öryggis og vellíðunar gangandi vegfarenda og vandaðrar borgarhönnunar. Algild hönnun með aðgengi fyrir alla verður höfð að leiðarljósi við útfærsluna í samráði við notendur og viðeigandi hagsmunasamtök. Starfsfólk sviðsins hefur hafist handa við þetta verkefni. Tímaáætlun er í mótun og einnig uppsetning upplýsingasíðu um verkefnið. Í samráðsferli gefst hagsmunaaðilum kostur á að taka þátt í hönnunarferlinu. Hönnunin mun taka mið af bættu aðgengi inn í verslanir þar sem því verður við komið. Samhliða verður unnið deiliskipulag fyrir þær göngugötur sem verða til framtíðar. Gert er ráð fyrir að ferlið standi yfir til vors. Boðað verður til funda um verkefnið til að safna hugmyndum um útfærslur.Aðlaðandi ásýnd Göturnar fá nýja og aðlaðandi ásýnd með þessari endurhönnun þar sem gert er ráð fyrir gróðri, dvalarsvæðum, lýsingu og betrumbættu yfirborði. Tekið verður tillit til vörulosunar og annarra þátta. Þá verður hugað að útiveitinga- og markaðssvæði á þessum götum, sögulegum tengingum og ýmsu öðru sem göngugöturnar bjóða upp á,“ segir í tilkynningunni. Borgarstjórn Göngugötur Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Tillaga um varanlegar göngugötur í miðborg Reykjavíkur verður mótuð í vetur og liggja fyrir í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Tímabili göngugatna miðborginni lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. Í tilkynningunni segir að umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar hafi nýlega verið falið af borgarráði að útfæra tillögur að göngugötum til framtíðar á völdum svæðum í miðborginni. „Sviðinu var einnig falið að útfæra endurhönnun göngusvæða með tilliti til öryggis og vellíðunar gangandi vegfarenda og vandaðrar borgarhönnunar. Algild hönnun með aðgengi fyrir alla verður höfð að leiðarljósi við útfærsluna í samráði við notendur og viðeigandi hagsmunasamtök. Starfsfólk sviðsins hefur hafist handa við þetta verkefni. Tímaáætlun er í mótun og einnig uppsetning upplýsingasíðu um verkefnið. Í samráðsferli gefst hagsmunaaðilum kostur á að taka þátt í hönnunarferlinu. Hönnunin mun taka mið af bættu aðgengi inn í verslanir þar sem því verður við komið. Samhliða verður unnið deiliskipulag fyrir þær göngugötur sem verða til framtíðar. Gert er ráð fyrir að ferlið standi yfir til vors. Boðað verður til funda um verkefnið til að safna hugmyndum um útfærslur.Aðlaðandi ásýnd Göturnar fá nýja og aðlaðandi ásýnd með þessari endurhönnun þar sem gert er ráð fyrir gróðri, dvalarsvæðum, lýsingu og betrumbættu yfirborði. Tekið verður tillit til vörulosunar og annarra þátta. Þá verður hugað að útiveitinga- og markaðssvæði á þessum götum, sögulegum tengingum og ýmsu öðru sem göngugöturnar bjóða upp á,“ segir í tilkynningunni.
Borgarstjórn Göngugötur Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33