Enski boltinn

Mendy sviptur ökuréttindum í eitt ár

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Benjamin Mendy varð heimsmeistari með Frökkum í sumar
Benjamin Mendy varð heimsmeistari með Frökkum í sumar vísir/getty

Benjamin Mendy var sviptur ökuréttindum í ár eftir að hafa verið tekinn fyrir hraðaakstur fjórum sinnum á tveimur vikum.

Bíll Mendy var fjórum sinnum á tveggja vikna tímabili tekinn af hraðamyndavélum. Mendy sagðist ekki hafa verið að keyra bílinn en neitaði að bera kennsl á ökumanninn. Við það var málinu vísað fyrir dómstóla.

Þar voru dæmdir 24 punktar á ökuskírteini hans, sex fyrir hvert brot, og var hann sektaður um 2500 pund.

Mendy var ekki viðstaddur þegar málið var tekið fyrir rétt í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.