Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. september 2018 13:34 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. Stöð 2 Borgarfulltrúar í minnihluta borgarstjórnar telja að Orkuveitumálið sýni að það þurfi að fara fram úttekt á vinnustaðamenningu í öllum fyrirtækjum og stofnunum í eigu Reykjavíkurborgar. Oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur fengið ábendingar um að ekki sé allt með felldu hjá öðrum fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Ákveðið hefur verið að óháðir aðilar í innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur telur að slík úttekt eigi að fara fram hjá fleiri fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Reykjavíkurborg á alls sjö fyrirtæki en meðal þeirra eru Strætó, Faxaflóahafnir og Sorpa. Þá rekur borgin alls ellefu stofnanir.Hafa fengið ábendingar um fleiri fyrirtæki „Sum okkar hafa fengið ábendingar um önnur fyrirtæki og við höfum lagt til að við fengjum upplýsingar um hvernig starfsfólkinu líði. Að fá þessar kannanir, þær hafa ekki fengist hérna inni í borgarráð. Ég tel að borgarráð beri skylda til að vita hvernig starfsfólkinu líður í dótturfyrirtækjum borgarinnar. Við erum framkvæmdarstjórnin, borgarráð, og ég tel að þetta sem hefur komið núna upp í Orkuveitunni verði til þess að menn hljóti að skoða öll félögin í eigu borgarinnar,“ segir Eyþór.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, mælist til þess að ráðist verði í úttekt á vinnustaðamenningu hjá stofnunum undir hatti Reykjavíkurborgar.Vill úttekt á vinnustaðamenningu í borginni Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi í Flokks fólksins er á sama máli. „Það er svona vísbending um eineltismenningu, bæði í ráðhúsinu og víðar, þannig að þetta er einhvern veginn allt að springa út núna, sem er mjög áhugavert. Það þarf tiltekt, það þarf að skoða þetta og taka til og koma síðan á laggirnar almennilegum ferlum. Vonandi verður þetta til þess að einhver nýr tími hefjist í þessum málum og að þetta verði allt betra.“ Kolbrún telur mikilvægt að ráðast í úttekt á vinnustaðarmenningu í borginni. „Þetta þarf að laga mikið mikið víðar og kannski er þetta bara byrjunin á einhverju ennþá meira sem á eftir að koma í ljós.“ Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01 Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Borgarfulltrúar í minnihluta borgarstjórnar telja að Orkuveitumálið sýni að það þurfi að fara fram úttekt á vinnustaðamenningu í öllum fyrirtækjum og stofnunum í eigu Reykjavíkurborgar. Oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur fengið ábendingar um að ekki sé allt með felldu hjá öðrum fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Ákveðið hefur verið að óháðir aðilar í innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur telur að slík úttekt eigi að fara fram hjá fleiri fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Reykjavíkurborg á alls sjö fyrirtæki en meðal þeirra eru Strætó, Faxaflóahafnir og Sorpa. Þá rekur borgin alls ellefu stofnanir.Hafa fengið ábendingar um fleiri fyrirtæki „Sum okkar hafa fengið ábendingar um önnur fyrirtæki og við höfum lagt til að við fengjum upplýsingar um hvernig starfsfólkinu líði. Að fá þessar kannanir, þær hafa ekki fengist hérna inni í borgarráð. Ég tel að borgarráð beri skylda til að vita hvernig starfsfólkinu líður í dótturfyrirtækjum borgarinnar. Við erum framkvæmdarstjórnin, borgarráð, og ég tel að þetta sem hefur komið núna upp í Orkuveitunni verði til þess að menn hljóti að skoða öll félögin í eigu borgarinnar,“ segir Eyþór.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, mælist til þess að ráðist verði í úttekt á vinnustaðamenningu hjá stofnunum undir hatti Reykjavíkurborgar.Vill úttekt á vinnustaðamenningu í borginni Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi í Flokks fólksins er á sama máli. „Það er svona vísbending um eineltismenningu, bæði í ráðhúsinu og víðar, þannig að þetta er einhvern veginn allt að springa út núna, sem er mjög áhugavert. Það þarf tiltekt, það þarf að skoða þetta og taka til og koma síðan á laggirnar almennilegum ferlum. Vonandi verður þetta til þess að einhver nýr tími hefjist í þessum málum og að þetta verði allt betra.“ Kolbrún telur mikilvægt að ráðast í úttekt á vinnustaðarmenningu í borginni. „Þetta þarf að laga mikið mikið víðar og kannski er þetta bara byrjunin á einhverju ennþá meira sem á eftir að koma í ljós.“
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01 Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01
Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00