Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. september 2018 13:34 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. Stöð 2 Borgarfulltrúar í minnihluta borgarstjórnar telja að Orkuveitumálið sýni að það þurfi að fara fram úttekt á vinnustaðamenningu í öllum fyrirtækjum og stofnunum í eigu Reykjavíkurborgar. Oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur fengið ábendingar um að ekki sé allt með felldu hjá öðrum fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Ákveðið hefur verið að óháðir aðilar í innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur telur að slík úttekt eigi að fara fram hjá fleiri fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Reykjavíkurborg á alls sjö fyrirtæki en meðal þeirra eru Strætó, Faxaflóahafnir og Sorpa. Þá rekur borgin alls ellefu stofnanir.Hafa fengið ábendingar um fleiri fyrirtæki „Sum okkar hafa fengið ábendingar um önnur fyrirtæki og við höfum lagt til að við fengjum upplýsingar um hvernig starfsfólkinu líði. Að fá þessar kannanir, þær hafa ekki fengist hérna inni í borgarráð. Ég tel að borgarráð beri skylda til að vita hvernig starfsfólkinu líður í dótturfyrirtækjum borgarinnar. Við erum framkvæmdarstjórnin, borgarráð, og ég tel að þetta sem hefur komið núna upp í Orkuveitunni verði til þess að menn hljóti að skoða öll félögin í eigu borgarinnar,“ segir Eyþór.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, mælist til þess að ráðist verði í úttekt á vinnustaðamenningu hjá stofnunum undir hatti Reykjavíkurborgar.Vill úttekt á vinnustaðamenningu í borginni Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi í Flokks fólksins er á sama máli. „Það er svona vísbending um eineltismenningu, bæði í ráðhúsinu og víðar, þannig að þetta er einhvern veginn allt að springa út núna, sem er mjög áhugavert. Það þarf tiltekt, það þarf að skoða þetta og taka til og koma síðan á laggirnar almennilegum ferlum. Vonandi verður þetta til þess að einhver nýr tími hefjist í þessum málum og að þetta verði allt betra.“ Kolbrún telur mikilvægt að ráðast í úttekt á vinnustaðarmenningu í borginni. „Þetta þarf að laga mikið mikið víðar og kannski er þetta bara byrjunin á einhverju ennþá meira sem á eftir að koma í ljós.“ Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01 Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Borgarfulltrúar í minnihluta borgarstjórnar telja að Orkuveitumálið sýni að það þurfi að fara fram úttekt á vinnustaðamenningu í öllum fyrirtækjum og stofnunum í eigu Reykjavíkurborgar. Oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur fengið ábendingar um að ekki sé allt með felldu hjá öðrum fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Ákveðið hefur verið að óháðir aðilar í innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur telur að slík úttekt eigi að fara fram hjá fleiri fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Reykjavíkurborg á alls sjö fyrirtæki en meðal þeirra eru Strætó, Faxaflóahafnir og Sorpa. Þá rekur borgin alls ellefu stofnanir.Hafa fengið ábendingar um fleiri fyrirtæki „Sum okkar hafa fengið ábendingar um önnur fyrirtæki og við höfum lagt til að við fengjum upplýsingar um hvernig starfsfólkinu líði. Að fá þessar kannanir, þær hafa ekki fengist hérna inni í borgarráð. Ég tel að borgarráð beri skylda til að vita hvernig starfsfólkinu líður í dótturfyrirtækjum borgarinnar. Við erum framkvæmdarstjórnin, borgarráð, og ég tel að þetta sem hefur komið núna upp í Orkuveitunni verði til þess að menn hljóti að skoða öll félögin í eigu borgarinnar,“ segir Eyþór.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, mælist til þess að ráðist verði í úttekt á vinnustaðamenningu hjá stofnunum undir hatti Reykjavíkurborgar.Vill úttekt á vinnustaðamenningu í borginni Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi í Flokks fólksins er á sama máli. „Það er svona vísbending um eineltismenningu, bæði í ráðhúsinu og víðar, þannig að þetta er einhvern veginn allt að springa út núna, sem er mjög áhugavert. Það þarf tiltekt, það þarf að skoða þetta og taka til og koma síðan á laggirnar almennilegum ferlum. Vonandi verður þetta til þess að einhver nýr tími hefjist í þessum málum og að þetta verði allt betra.“ Kolbrún telur mikilvægt að ráðast í úttekt á vinnustaðarmenningu í borginni. „Þetta þarf að laga mikið mikið víðar og kannski er þetta bara byrjunin á einhverju ennþá meira sem á eftir að koma í ljós.“
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01 Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01
Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent