Mourinho þarf að hætta að gagnrýna hugarfarið: „Stjóri liðsins er ábyrgur fyrir hugarfarinu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. september 2018 12:00 Mourinho var pirraður á hliðarlínunni í gær vísir/getty Jose Mourinho þarf að setja fordæmið fyrir hugarfar leikmanna Manchester United eftir að liðið tók skref aftur á bak í gær. Þetta sagði Jason Burt, blaðamaður Daily Telegraph, í umræðuþættinum Sunday Supplement á Sky Sports. Eftir þrjá sigurleiki í röð á útivelli, gegn Burnley, Watford og Young Boys í Meistaradeildinni, var útlitið orðið mun bjartara í herbúðum United. Liðið gerði hins vegar jafntefli við nýliða Wolves á heimavelli í gær og er farið að dökkna yfir á nýjan leik. Mourinho sagði eftir leikinn að honum hafi ekki líkað lið sitt í gær og var hann pirraðari út í leikmennina eftir þennan leik heldur en 0-3 tapið fyrir Tottenham í síðasta heimaleik þar á undan. „Þeir virðast alltaf fara eitt skref áfram og tvö aftur á bak,“ sagði Burt. „Mourinho var mjög beinskeittur í gagnrýni sinni á leikmenn sína. Hann talaði um hugarfarið og sagði leikmennina aðeins hafa sýnt 30 prósent af getu sinni.“ „Að nýliðar komi á Old Trafford og stjórni í raun leiknum er óásættanlegt.“ „Það vekur áhyggjur hjá mér þegar stjórar tala um hugarfar leikmanna. Hann er sá sem setur tóninn fyrir hugarfarið, stjóri félagsins. Ef hann getur ekki stillt hugarfarið rétt þá er hann ábyrgur fyrir því.“ „Hann setur tóninn svo hann ætti að gagnrýna sjálfan sig meira,“ sagði Burt. Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Þú lærir þetta þegar þú ert barn Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, var mjög pirraður eftir að United tapaði tveimur stigum á heimavelli er liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves. 23. september 2018 08:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Jose Mourinho þarf að setja fordæmið fyrir hugarfar leikmanna Manchester United eftir að liðið tók skref aftur á bak í gær. Þetta sagði Jason Burt, blaðamaður Daily Telegraph, í umræðuþættinum Sunday Supplement á Sky Sports. Eftir þrjá sigurleiki í röð á útivelli, gegn Burnley, Watford og Young Boys í Meistaradeildinni, var útlitið orðið mun bjartara í herbúðum United. Liðið gerði hins vegar jafntefli við nýliða Wolves á heimavelli í gær og er farið að dökkna yfir á nýjan leik. Mourinho sagði eftir leikinn að honum hafi ekki líkað lið sitt í gær og var hann pirraðari út í leikmennina eftir þennan leik heldur en 0-3 tapið fyrir Tottenham í síðasta heimaleik þar á undan. „Þeir virðast alltaf fara eitt skref áfram og tvö aftur á bak,“ sagði Burt. „Mourinho var mjög beinskeittur í gagnrýni sinni á leikmenn sína. Hann talaði um hugarfarið og sagði leikmennina aðeins hafa sýnt 30 prósent af getu sinni.“ „Að nýliðar komi á Old Trafford og stjórni í raun leiknum er óásættanlegt.“ „Það vekur áhyggjur hjá mér þegar stjórar tala um hugarfar leikmanna. Hann er sá sem setur tóninn fyrir hugarfarið, stjóri félagsins. Ef hann getur ekki stillt hugarfarið rétt þá er hann ábyrgur fyrir því.“ „Hann setur tóninn svo hann ætti að gagnrýna sjálfan sig meira,“ sagði Burt.
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Þú lærir þetta þegar þú ert barn Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, var mjög pirraður eftir að United tapaði tveimur stigum á heimavelli er liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves. 23. september 2018 08:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Mourinho: Þú lærir þetta þegar þú ert barn Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, var mjög pirraður eftir að United tapaði tveimur stigum á heimavelli er liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves. 23. september 2018 08:00