Hvetur leiðtoga Írans til þess að líta í spegil Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2018 23:30 NIkki Haley er fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ. Vísir/Getty Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur leiðtoga Írans til þess að „líta í spegil“ vilji þeir komast að því hverjar séu ástæðurnar sem lágu að baki mannskæðri skotárás á hersýningu í gær.25 létust og fjölmargir særðust er árásarmenn hófu skothríð í miðri hersýningu í borginni Ahvaz í suðvesturhluta landsins. Yngsta fórnarlambið var aðeins fjögurra ára gamalt. Hassan Rouhani, forseti Írans, brást ókvæða við árásinni og sagði hann hegðun yfirvalda í Bandaríkjunum og „leppríkja þeirra“ hafa gert það að verkum að árásin var framin. Sagði hann raunar að yfirvöld í Bandaríkjunum væru yfirgangsseggir með tengsl við hópana sem lýst hafa yfir ábyrgð á árásinni. Bæði ISIS og hópur sem berst gegn stjórn Írans hafa lýst yfir ábyrgð. Bandaríkin hafa hins vegar alfarið neitað ásökunum Rouhani og í viðtali við CNN sagði Haley að Rouhani ætti að líta sjálfum sér nær áður en hann færi að saka aðra um að bera ábyrgð á ódæðinu. „Hann hefur kúgað sitt fólk í lengri tíma og hann þarf að líta inn á við ef hann vill átta sig á því hvaðan andstaðan kemur,“ sagði Haley. „Hann getur kennt okkur um eins og hann vill. Það sem hann þarf hins vegar að gera er að líta í spegil“. Rouhani er væntanlegur til Bandaríkjanna í næstu viku til þess að verða viðstaddur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Tengdar fréttir Á þriðja tug látnir í skotárás í Íran Að minnsta kosti 24 létust og 53 særðust í skotárás sem gerð var á hernaðarskrúðgöngu í borginni Ahvas í suðvesturhluta Íran. 22. september 2018 10:31 Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur leiðtoga Írans til þess að „líta í spegil“ vilji þeir komast að því hverjar séu ástæðurnar sem lágu að baki mannskæðri skotárás á hersýningu í gær.25 létust og fjölmargir særðust er árásarmenn hófu skothríð í miðri hersýningu í borginni Ahvaz í suðvesturhluta landsins. Yngsta fórnarlambið var aðeins fjögurra ára gamalt. Hassan Rouhani, forseti Írans, brást ókvæða við árásinni og sagði hann hegðun yfirvalda í Bandaríkjunum og „leppríkja þeirra“ hafa gert það að verkum að árásin var framin. Sagði hann raunar að yfirvöld í Bandaríkjunum væru yfirgangsseggir með tengsl við hópana sem lýst hafa yfir ábyrgð á árásinni. Bæði ISIS og hópur sem berst gegn stjórn Írans hafa lýst yfir ábyrgð. Bandaríkin hafa hins vegar alfarið neitað ásökunum Rouhani og í viðtali við CNN sagði Haley að Rouhani ætti að líta sjálfum sér nær áður en hann færi að saka aðra um að bera ábyrgð á ódæðinu. „Hann hefur kúgað sitt fólk í lengri tíma og hann þarf að líta inn á við ef hann vill átta sig á því hvaðan andstaðan kemur,“ sagði Haley. „Hann getur kennt okkur um eins og hann vill. Það sem hann þarf hins vegar að gera er að líta í spegil“. Rouhani er væntanlegur til Bandaríkjanna í næstu viku til þess að verða viðstaddur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir Á þriðja tug látnir í skotárás í Íran Að minnsta kosti 24 létust og 53 særðust í skotárás sem gerð var á hernaðarskrúðgöngu í borginni Ahvas í suðvesturhluta Íran. 22. september 2018 10:31 Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Á þriðja tug látnir í skotárás í Íran Að minnsta kosti 24 létust og 53 særðust í skotárás sem gerð var á hernaðarskrúðgöngu í borginni Ahvas í suðvesturhluta Íran. 22. september 2018 10:31
Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04