Samflot í viðræðum hafi tíðkast í áratugi Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. september 2018 07:30 Rætt hefur verið um mögulegt samstarf aðildarfélaga SGS og LÍV í komandi kjaraviðræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Kjaraviðræður eru samningar um uppbyggingu lífskjara fólks og jákvæða þróun samfélagsins. Báðir aðilar verða að miðla málum til að ná niðurstöðu. Þannig hefur það verið og verður áfram. Kjaraviðræður eru ekki kappleikur og ég held að menn ættu að vera orðvarir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mikil umræða hefur verið um samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins (SGS) og Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) í komandi kjaraviðræðum. Þannig hefur stjórn Eflingar, sem er stærsta aðildarfélagið innan SGS, ályktað að grundvöllur slíks samstarfs verði kannaður. Stjórn Framsýnar stéttarfélags á Húsavík hefur ályktað um að allra leiða skuli leitað til að sameina aðildarfélög SGS í komandi kjaraviðræðum í stað þess að félögin á höfuðborgarsvæðinu séu sér. Stjórnin hvetur til samstarfs við VR og LÍV.Halldór Benjamín Þorbergsson.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, talar á svipuðum nótum og sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að hann vildi láta reyna á myndun ofurbandalags SGS og LÍV. Halldór Benjamín segir að hugmynd um ofurbandalag sé ekki annað en samflot í kjaraviðræðum sem hafi tíðkast um áratuga skeið. „Það er ekkert nýtt í þessu og þetta er sjálfsagður réttur stéttarfélaga og að mörgu leyti æskilegt fyrir atvinnurekendur að eiga við færri viðsemjendur í einu.“ Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir reynsluna sýna að meiri árangur náist í kjarasamningum með samfloti stéttarfélaga. „Það gildir í þessu að í samstöðunni felst styrkur. Því samheldnari sem hópurinn er gagnvart stjórnvöldum og atvinnurekendum, því betri stöðu hefur hann.“ Halldór segir að leggja þurfi mat á hagsmunina og stöðuna í aðdraganda samninganna. „Það eru umræður og samræður í gangi víða. Svo er spurning hvort iðnaðarmönnum, sem eru þriðji stjóri hópurinn, verði boðið með.“ Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að aðilar eigi með sér samstarf um sumt en ekki annað. „Við gætum séð mikið samstarf gagnvart stjórnvöldum en kannski einhverjar sameiginlegar meginlínur gagnvart atvinnurekendum. Félögin gætu þá verið með einhverjar sérkröfur gagnvart þeim.“ Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segir að þar á bæ séu engir kostir útilokaðir fyrirfram. „Við útilokum ekki samstarf við neinn. Fyrsti kosturinn er að við iðnaðarmenn tölum saman og svo getum við farið í það að ræða við aðra. Við erum tilbúnir að skoða margt og velta við öllum steinum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Doktor í félagsfræði segir afar mikla stéttaskiptingu hér á landi Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. 22. september 2018 19:45 Óvarlegar yfirlýsingar geti aukið óstöðugleika Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. 23. september 2018 20:00 ASÍ segir fjárlagafrumvarpið kaldar kveðjur til láglaunafólks Gylfi Arnbjörnsson segir stöðuna ekki sæmandi samfélagi sem vill láta kenna sig við velferð og jöfnuð. 19. september 2018 14:29 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
„Kjaraviðræður eru samningar um uppbyggingu lífskjara fólks og jákvæða þróun samfélagsins. Báðir aðilar verða að miðla málum til að ná niðurstöðu. Þannig hefur það verið og verður áfram. Kjaraviðræður eru ekki kappleikur og ég held að menn ættu að vera orðvarir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mikil umræða hefur verið um samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins (SGS) og Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) í komandi kjaraviðræðum. Þannig hefur stjórn Eflingar, sem er stærsta aðildarfélagið innan SGS, ályktað að grundvöllur slíks samstarfs verði kannaður. Stjórn Framsýnar stéttarfélags á Húsavík hefur ályktað um að allra leiða skuli leitað til að sameina aðildarfélög SGS í komandi kjaraviðræðum í stað þess að félögin á höfuðborgarsvæðinu séu sér. Stjórnin hvetur til samstarfs við VR og LÍV.Halldór Benjamín Þorbergsson.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, talar á svipuðum nótum og sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að hann vildi láta reyna á myndun ofurbandalags SGS og LÍV. Halldór Benjamín segir að hugmynd um ofurbandalag sé ekki annað en samflot í kjaraviðræðum sem hafi tíðkast um áratuga skeið. „Það er ekkert nýtt í þessu og þetta er sjálfsagður réttur stéttarfélaga og að mörgu leyti æskilegt fyrir atvinnurekendur að eiga við færri viðsemjendur í einu.“ Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir reynsluna sýna að meiri árangur náist í kjarasamningum með samfloti stéttarfélaga. „Það gildir í þessu að í samstöðunni felst styrkur. Því samheldnari sem hópurinn er gagnvart stjórnvöldum og atvinnurekendum, því betri stöðu hefur hann.“ Halldór segir að leggja þurfi mat á hagsmunina og stöðuna í aðdraganda samninganna. „Það eru umræður og samræður í gangi víða. Svo er spurning hvort iðnaðarmönnum, sem eru þriðji stjóri hópurinn, verði boðið með.“ Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að aðilar eigi með sér samstarf um sumt en ekki annað. „Við gætum séð mikið samstarf gagnvart stjórnvöldum en kannski einhverjar sameiginlegar meginlínur gagnvart atvinnurekendum. Félögin gætu þá verið með einhverjar sérkröfur gagnvart þeim.“ Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segir að þar á bæ séu engir kostir útilokaðir fyrirfram. „Við útilokum ekki samstarf við neinn. Fyrsti kosturinn er að við iðnaðarmenn tölum saman og svo getum við farið í það að ræða við aðra. Við erum tilbúnir að skoða margt og velta við öllum steinum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Doktor í félagsfræði segir afar mikla stéttaskiptingu hér á landi Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. 22. september 2018 19:45 Óvarlegar yfirlýsingar geti aukið óstöðugleika Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. 23. september 2018 20:00 ASÍ segir fjárlagafrumvarpið kaldar kveðjur til láglaunafólks Gylfi Arnbjörnsson segir stöðuna ekki sæmandi samfélagi sem vill láta kenna sig við velferð og jöfnuð. 19. september 2018 14:29 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Doktor í félagsfræði segir afar mikla stéttaskiptingu hér á landi Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. 22. september 2018 19:45
Óvarlegar yfirlýsingar geti aukið óstöðugleika Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. 23. september 2018 20:00
ASÍ segir fjárlagafrumvarpið kaldar kveðjur til láglaunafólks Gylfi Arnbjörnsson segir stöðuna ekki sæmandi samfélagi sem vill láta kenna sig við velferð og jöfnuð. 19. september 2018 14:29
Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31