Óvarlegar yfirlýsingar geti aukið óstöðugleika Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 20:00 Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. Prófessor í hagfræði telur að hækkanirnir kunni að vera til marks um ótta markaðarins við hörð átök á vinnumarkaði á komandi mánuðum. Um miðjan september hækkaði Íslandsbanki fasta vexti sína á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,4 prósentustig. Nokkrum dögum síðar hækkaði lífeyrissjóðurinn Brú sína eigin vexti um 24 punkta og í gær var röðin komin að Frjálsa Lífeyrissjóðnum. Fyrir helgi voru fastir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum hjá Frjálsa 5,6 prósent en voru hækkaðir upp í 6 prósent, hækkun sem nemur 0,4 prósentustigum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þessar hækkanir hafi þær augljósu afleiðingar að afborganir af lánunum hækki. Hann telur líklegt að vaxtahækkanirnar beri með sér ótta við aukna verðbólgu vegna komandi kjaraviðræðna. „Það voru komnar fram vísbendingar um hækkun á verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði áður og þetta er sú hætta sem er fyrir hendi þegar fólk er að tala upp átök og það þurfi að hækka laun mikið í vetur. Þá myndast þessar væntingar sem hafa strax áhrif á vexti,“ segir Gylfi. Hann hvetur aðila vinnumarkaðarins til að vanda yfirlýsingar sínar í aðdraganda kjaraviðræðnanna. Gylfi vill sjá sértækar aðgerðir, til að mynda á húsnæðismarkaði, fyrir þá sem verst standa í þjóðfélaginu í stað mikilla almennra launhækkana á vinnumarkaði. „Það þarf að fara varlega þegar það á að gera kjarasamninga og setja sér raunhæf markmið. Tala á ábyrgan hátt og átta sig á því að það er engin forsenda fyrir því að hækka öll laun í landinu um margar prósentur,“ segir Gylfi. Laun hafi ekki verið hærri hér á landi, í samanburði við viðskiptalönd Íslendinga, í um 30 ár og kaupmáttur launa hafi hækkað mikið á undanförnum árum. „Samkeppnisstaða útflutningsgreina; iðnaðar og ferðaþjónustu, er orðin mjög slæm. Það væri fullkomið ábyrgðarleysi að hækka laun allra yfir línuna núna í vetur.“ Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. Prófessor í hagfræði telur að hækkanirnir kunni að vera til marks um ótta markaðarins við hörð átök á vinnumarkaði á komandi mánuðum. Um miðjan september hækkaði Íslandsbanki fasta vexti sína á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,4 prósentustig. Nokkrum dögum síðar hækkaði lífeyrissjóðurinn Brú sína eigin vexti um 24 punkta og í gær var röðin komin að Frjálsa Lífeyrissjóðnum. Fyrir helgi voru fastir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum hjá Frjálsa 5,6 prósent en voru hækkaðir upp í 6 prósent, hækkun sem nemur 0,4 prósentustigum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þessar hækkanir hafi þær augljósu afleiðingar að afborganir af lánunum hækki. Hann telur líklegt að vaxtahækkanirnar beri með sér ótta við aukna verðbólgu vegna komandi kjaraviðræðna. „Það voru komnar fram vísbendingar um hækkun á verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði áður og þetta er sú hætta sem er fyrir hendi þegar fólk er að tala upp átök og það þurfi að hækka laun mikið í vetur. Þá myndast þessar væntingar sem hafa strax áhrif á vexti,“ segir Gylfi. Hann hvetur aðila vinnumarkaðarins til að vanda yfirlýsingar sínar í aðdraganda kjaraviðræðnanna. Gylfi vill sjá sértækar aðgerðir, til að mynda á húsnæðismarkaði, fyrir þá sem verst standa í þjóðfélaginu í stað mikilla almennra launhækkana á vinnumarkaði. „Það þarf að fara varlega þegar það á að gera kjarasamninga og setja sér raunhæf markmið. Tala á ábyrgan hátt og átta sig á því að það er engin forsenda fyrir því að hækka öll laun í landinu um margar prósentur,“ segir Gylfi. Laun hafi ekki verið hærri hér á landi, í samanburði við viðskiptalönd Íslendinga, í um 30 ár og kaupmáttur launa hafi hækkað mikið á undanförnum árum. „Samkeppnisstaða útflutningsgreina; iðnaðar og ferðaþjónustu, er orðin mjög slæm. Það væri fullkomið ábyrgðarleysi að hækka laun allra yfir línuna núna í vetur.“
Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira