Doktor í félagsfræði segir afar mikla stéttaskiptingu hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2018 19:45 Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. Þrátt fyrir að því sé oft haldið fram hér á landi að hér ríki lítil sem engin stéttskipting er staðan langt í frá þannig að sögn doktors í félagsfræði sem hefur skoðað málið í þaula undanfarin ár. „Það sem gerist hér fyrir hrun frá miðjum tíunda áratugnum fram að hruni er að efnahagslegur ójöfnuður eykst hröðum skrefum. Sérstaklega þegar kemur að tekjuskiptingunni en líka í eignaskiptingunni. Það sem hefur gerst eftir hrun er að þrátt fyrir að tekjuskiptingin hafi jafnast þá er hún aftur farinn að aukast og að sama skapi eignaskiptingin,“ segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg þiggja 2,9 prósent barna að 17 ára aldri fjárhagsaðstoð. Guðmundur segir að í raun sé það aðeins ákvörðun að útrýma barnafátækt. „Allur ójöfnuður er í raun mannanna verk þannig að það er hægt að grípa inn í. Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að barnafátækt eigi að vera fimm prósent frekar en núll prósent eða tíu prósent,“ segir Guðmundur. Hann segir mikilvægt að ná auknum jöfnuði. „Það er auðvitað fjölmargar, hundruð ef ekki þúsundir rannsókna sem sýna fram á það að eftir því sem bilið eykst á milli hópa, hvað svo sem þú vilt kalla stéttarnar, að það hefur neikvæð áhrif á glæpatíðni, á heilsu fólks, traust milli hópa, pólitíska þátttöku,“ segir Guðmundur sem er með skilaboð til stjórnvalda. „Það er öllum til heilla, meira segja þeim sem eru ríkir og eiga mest, að reyna að hafa bilið innan skikkanlega marka.“ Guðmundur hélt erindi í Gerðubergi um stéttskiptingu á vegum Eflingar-stéttarfélags sem býður uppá fundarröð þar næstu mánuði. Kjaramál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. Þrátt fyrir að því sé oft haldið fram hér á landi að hér ríki lítil sem engin stéttskipting er staðan langt í frá þannig að sögn doktors í félagsfræði sem hefur skoðað málið í þaula undanfarin ár. „Það sem gerist hér fyrir hrun frá miðjum tíunda áratugnum fram að hruni er að efnahagslegur ójöfnuður eykst hröðum skrefum. Sérstaklega þegar kemur að tekjuskiptingunni en líka í eignaskiptingunni. Það sem hefur gerst eftir hrun er að þrátt fyrir að tekjuskiptingin hafi jafnast þá er hún aftur farinn að aukast og að sama skapi eignaskiptingin,“ segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg þiggja 2,9 prósent barna að 17 ára aldri fjárhagsaðstoð. Guðmundur segir að í raun sé það aðeins ákvörðun að útrýma barnafátækt. „Allur ójöfnuður er í raun mannanna verk þannig að það er hægt að grípa inn í. Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að barnafátækt eigi að vera fimm prósent frekar en núll prósent eða tíu prósent,“ segir Guðmundur. Hann segir mikilvægt að ná auknum jöfnuði. „Það er auðvitað fjölmargar, hundruð ef ekki þúsundir rannsókna sem sýna fram á það að eftir því sem bilið eykst á milli hópa, hvað svo sem þú vilt kalla stéttarnar, að það hefur neikvæð áhrif á glæpatíðni, á heilsu fólks, traust milli hópa, pólitíska þátttöku,“ segir Guðmundur sem er með skilaboð til stjórnvalda. „Það er öllum til heilla, meira segja þeim sem eru ríkir og eiga mest, að reyna að hafa bilið innan skikkanlega marka.“ Guðmundur hélt erindi í Gerðubergi um stéttskiptingu á vegum Eflingar-stéttarfélags sem býður uppá fundarröð þar næstu mánuði.
Kjaramál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira