Telur veggjaldið of hátt Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2018 06:00 Vaðlaheiðargöng verða brátt opnuð. Fréttablaðið/Auðunn Samgöngur Tvö þúsund króna veggjald í Vaðlaheiðargöng er of hátt að mati Jóns Þorvaldar Heiðarssonar, lektors við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, sem hefur í hátt á annan áratug rannsakað greiðsluvilja vegfarenda. Hann telur ólíklegt að margir nýti sér göngin á því verði. Rekstraraðili Vaðlaheiðarganga ætlar að mæta tryggum viðskiptavinum með ríkulegum afsláttarkjörum. „Ég gæti trúað því að stakt gjald, tæpar 2.000 krónur, sé of hátt og að fáir muni aka í gegnum göngin á því verði og fari þá frekar yfir Víkurskarð. Hins vegar munu vafalaust einhverjir annaðhvort slysast til að aka göngin á því verði eða neyðast til þess í einhverjum tilvikum,“ segir Jón Þorvaldur. Samkvæmt drögum að verðskrá Vaðlaheiðarganga, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, nær 2.000 króna hæsta veggjaldið aðeins til þeirra sem ekki hafa forskráð ökutæki sitt á netinu áður en keyrt er í gegn og fá reikning þar að lútandi sendan heim. Ofan á það leggst innheimtukostnaður. Hundrað ferða áskriftarleið myndi kosta 40.000 krónur, eða 400 krónur á hverja ferð, sem er afsláttur upp á 80 prósent. Því gætu heimamenn fengið mikinn afslátt á meðan aðrir þyrftu að greiða hærra verð sökum fjarlægðar. „Þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 greiddu vegfarendur sem voru að fara hringveginn sem samsvarar 23,8 krónum á hvern sparaðan kílómetra. Með því að uppreikna þá tölu miðað við vísitölu neysluverðs og vegstyttingu um 15,6 kílómetra ætti gjaldið í Vaðlaheiðargöng að vera um 921 króna,“ bætir Jón Þorvaldur við. Þó aðrir mælikvarðar séu notaðir nær það ekki hinum umtöluðu 2.000 krónum. „Svo má spyrja sig hvort það sé réttur mælikvarði. Ef við uppreiknum gjaldið miðað við verð á bensíni ætti veggjaldið að vera um 1.100 krónur. Einnig ef við uppreiknum þetta miðað við launavísitölu ætti gjaldið að vera um 1.500 krónur.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. 24. september 2018 13:03 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Samgöngur Tvö þúsund króna veggjald í Vaðlaheiðargöng er of hátt að mati Jóns Þorvaldar Heiðarssonar, lektors við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, sem hefur í hátt á annan áratug rannsakað greiðsluvilja vegfarenda. Hann telur ólíklegt að margir nýti sér göngin á því verði. Rekstraraðili Vaðlaheiðarganga ætlar að mæta tryggum viðskiptavinum með ríkulegum afsláttarkjörum. „Ég gæti trúað því að stakt gjald, tæpar 2.000 krónur, sé of hátt og að fáir muni aka í gegnum göngin á því verði og fari þá frekar yfir Víkurskarð. Hins vegar munu vafalaust einhverjir annaðhvort slysast til að aka göngin á því verði eða neyðast til þess í einhverjum tilvikum,“ segir Jón Þorvaldur. Samkvæmt drögum að verðskrá Vaðlaheiðarganga, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, nær 2.000 króna hæsta veggjaldið aðeins til þeirra sem ekki hafa forskráð ökutæki sitt á netinu áður en keyrt er í gegn og fá reikning þar að lútandi sendan heim. Ofan á það leggst innheimtukostnaður. Hundrað ferða áskriftarleið myndi kosta 40.000 krónur, eða 400 krónur á hverja ferð, sem er afsláttur upp á 80 prósent. Því gætu heimamenn fengið mikinn afslátt á meðan aðrir þyrftu að greiða hærra verð sökum fjarlægðar. „Þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 greiddu vegfarendur sem voru að fara hringveginn sem samsvarar 23,8 krónum á hvern sparaðan kílómetra. Með því að uppreikna þá tölu miðað við vísitölu neysluverðs og vegstyttingu um 15,6 kílómetra ætti gjaldið í Vaðlaheiðargöng að vera um 921 króna,“ bætir Jón Þorvaldur við. Þó aðrir mælikvarðar séu notaðir nær það ekki hinum umtöluðu 2.000 krónum. „Svo má spyrja sig hvort það sé réttur mælikvarði. Ef við uppreiknum gjaldið miðað við verð á bensíni ætti veggjaldið að vera um 1.100 krónur. Einnig ef við uppreiknum þetta miðað við launavísitölu ætti gjaldið að vera um 1.500 krónur.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. 24. september 2018 13:03 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. 24. september 2018 13:03
Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33
Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00