Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2018 20:00 Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. Borgarráð samþykkti í síðustu viku að verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Málefni heimilislausra og utangarðsfólks voru til umræðu í velferðarráði í dag. Að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns ráðsins, er áætlað að um 80 einstaklingar þurfi á sértækri búsetu á borð við þessa að halda. „Við teljum að þetta sé mjög gott fyrsta skref. Við erum nú þegar með tvö hús úti á granda sem hafa virkað ágætlega,“ segir Heiða Björg, spurð hvort kaup hússanna 25 dugi til til að mæta vandanum. Samkvæmt nýjustu samantekt sem er frá því í fyrrasumar voru um 350 einstaklingar skráðir utangarðs eða heimilislausir í Reykjavík en sá hópur hefur ólíkar þarfir. Samhliða kaupum smáhýsa er til skoðunar að kaupa gistiheimili og einstaka íbúðir til að mæta þörfinni að sögn Heiðu. „Þetta er í rauninni fyrir þann hóp sem að ekki rekst vel í svona ef maður segir „venulegu húsnæði“ í nábýli við annað fólk, þarf aðeins öðruvísi úrræði,“ útskýrir Heiða. Ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar smáhýsunum verður komið fyrir en þau verða ekki öll eins. „Það er verið að skoða staðsetningar, við munum reyna að hafa ekki mörg hús nálægt hvort öðru, munum reyna að dreifa þeim vel um borgina og vonumst til þess að borgarbúar sýni því skilning,“ segir Heiða. Þeir sem koma til með að fá úthlutað smáhýsi munu þurfa að greiða leigu. „Leiguupphæðin er ekki komin en hún verður ekki há, lágmarksleiga er þó 40.000 á mánuði,“ segir Heiða. Tengdar fréttir Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. 10. ágúst 2018 20:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fleiri fréttir Reiknað með fjölmenni á jólamarkað á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Sjá meira
Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. Borgarráð samþykkti í síðustu viku að verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Málefni heimilislausra og utangarðsfólks voru til umræðu í velferðarráði í dag. Að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns ráðsins, er áætlað að um 80 einstaklingar þurfi á sértækri búsetu á borð við þessa að halda. „Við teljum að þetta sé mjög gott fyrsta skref. Við erum nú þegar með tvö hús úti á granda sem hafa virkað ágætlega,“ segir Heiða Björg, spurð hvort kaup hússanna 25 dugi til til að mæta vandanum. Samkvæmt nýjustu samantekt sem er frá því í fyrrasumar voru um 350 einstaklingar skráðir utangarðs eða heimilislausir í Reykjavík en sá hópur hefur ólíkar þarfir. Samhliða kaupum smáhýsa er til skoðunar að kaupa gistiheimili og einstaka íbúðir til að mæta þörfinni að sögn Heiðu. „Þetta er í rauninni fyrir þann hóp sem að ekki rekst vel í svona ef maður segir „venulegu húsnæði“ í nábýli við annað fólk, þarf aðeins öðruvísi úrræði,“ útskýrir Heiða. Ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar smáhýsunum verður komið fyrir en þau verða ekki öll eins. „Það er verið að skoða staðsetningar, við munum reyna að hafa ekki mörg hús nálægt hvort öðru, munum reyna að dreifa þeim vel um borgina og vonumst til þess að borgarbúar sýni því skilning,“ segir Heiða. Þeir sem koma til með að fá úthlutað smáhýsi munu þurfa að greiða leigu. „Leiguupphæðin er ekki komin en hún verður ekki há, lágmarksleiga er þó 40.000 á mánuði,“ segir Heiða.
Tengdar fréttir Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. 10. ágúst 2018 20:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fleiri fréttir Reiknað með fjölmenni á jólamarkað á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Sjá meira
Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. 10. ágúst 2018 20:00
Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37
Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16