Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. ágúst 2018 20:00 Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. Fundarmenn komu víða að, m.a. frá Geðhjálp, SÁÁ, Gistiskýlinu við Lindargötu og Rauða krossinum, svo fá dæmi séu nefnd – auk borgarfulltrúa og einstaklinga sem sjálfir eru heimilislausir. Margir þeirra sem tóku til máls gagnrýndu samskiptaleysi borgaryfirvalda. Þannig lagði Geðhjálp m.a. fram skriflegt erindi þar sem bent er á að samtökin hafi í tvígang sent erindi vegna aðstæðna utangarðsfólks á síðustu tveimur árum, en engin svör fengið.Borgaryfirvöld vilja gera betur „Við getum örugglega tekið okkur á þar. Mér finnst auðvitað leiðinlegt að heyra að það hafi verið upplifunin hingað til, en við erum full af vilja gerð til þess að gera betur,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs. Nokkrum tillögum minnihlutans var vísað í stýrihóp, en þær sneru m.a. að kaupum á ónotuðu skrifstofuhúsnæði, úthlutun svæðis fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar, könnun möguleika á nýtingu færanlegs húsnæðis sem neyðarúrræðis og að dagskýli verði komið upp fyrir haustið. Dagsetur var áður rekið við Eyjaslóð, en í dag eru slík úrræði ekki til á vegum borgarinnar. „Fjölbreytt dagúrræði er vissulega þörf fyrir, en ég er ekki endilega á því að það sé sniðugt að hafa eitt stórt slíkt,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiheimilisins við Lindargötu. Hann segir æskilegra að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði sem henti ólíkum hópum.Gistiheimili og húsnæði fyrir nýtt neyðarskýli Heiða Björg telur rétt að fara aðrar leiðir en að setja upp hjólhýsasvæði. „Við erum að horfa á húsnæði fyrir fólk. Við lítum ekki beint á hjólhýsi eða tjald sem húsnæði, þannig að það er ekki úrræði,“ segir Heiða. Tvær tillögur meirihlutans voru hins vegar samþykktar í velferðarráði. Önnur þeirra snýr að kaupum eða leigu á gistiheimili með 25 íbúðareiningum fyrir þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Hins vegar var samþykkt að kaupa nýtt húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga heimilislausa einstaklinga í vímuefnaneyslu. „Við sjáum það fyrir okkur þannig að það verði keypt nýtt húsnæði fyrir yngri hópinn og eldri hópurinn haldi áfram að vera á gamla staðnum. Hann svona haldi áfram og hugsanlega má breyta honum að hluta í framhaldinu í varanlega búsetu,“ segir Heiða Björg. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. Fundarmenn komu víða að, m.a. frá Geðhjálp, SÁÁ, Gistiskýlinu við Lindargötu og Rauða krossinum, svo fá dæmi séu nefnd – auk borgarfulltrúa og einstaklinga sem sjálfir eru heimilislausir. Margir þeirra sem tóku til máls gagnrýndu samskiptaleysi borgaryfirvalda. Þannig lagði Geðhjálp m.a. fram skriflegt erindi þar sem bent er á að samtökin hafi í tvígang sent erindi vegna aðstæðna utangarðsfólks á síðustu tveimur árum, en engin svör fengið.Borgaryfirvöld vilja gera betur „Við getum örugglega tekið okkur á þar. Mér finnst auðvitað leiðinlegt að heyra að það hafi verið upplifunin hingað til, en við erum full af vilja gerð til þess að gera betur,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs. Nokkrum tillögum minnihlutans var vísað í stýrihóp, en þær sneru m.a. að kaupum á ónotuðu skrifstofuhúsnæði, úthlutun svæðis fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar, könnun möguleika á nýtingu færanlegs húsnæðis sem neyðarúrræðis og að dagskýli verði komið upp fyrir haustið. Dagsetur var áður rekið við Eyjaslóð, en í dag eru slík úrræði ekki til á vegum borgarinnar. „Fjölbreytt dagúrræði er vissulega þörf fyrir, en ég er ekki endilega á því að það sé sniðugt að hafa eitt stórt slíkt,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiheimilisins við Lindargötu. Hann segir æskilegra að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði sem henti ólíkum hópum.Gistiheimili og húsnæði fyrir nýtt neyðarskýli Heiða Björg telur rétt að fara aðrar leiðir en að setja upp hjólhýsasvæði. „Við erum að horfa á húsnæði fyrir fólk. Við lítum ekki beint á hjólhýsi eða tjald sem húsnæði, þannig að það er ekki úrræði,“ segir Heiða. Tvær tillögur meirihlutans voru hins vegar samþykktar í velferðarráði. Önnur þeirra snýr að kaupum eða leigu á gistiheimili með 25 íbúðareiningum fyrir þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Hins vegar var samþykkt að kaupa nýtt húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga heimilislausa einstaklinga í vímuefnaneyslu. „Við sjáum það fyrir okkur þannig að það verði keypt nýtt húsnæði fyrir yngri hópinn og eldri hópurinn haldi áfram að vera á gamla staðnum. Hann svona haldi áfram og hugsanlega má breyta honum að hluta í framhaldinu í varanlega búsetu,“ segir Heiða Björg.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira