Kæra lögreglu vegna lélegrar rannsóknar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. september 2018 06:00 Kærurnar varða meðferð tveggja mála sem barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar tilkynnti til lögreglu árin 2014 og 2016. Vísir/Daníel Mál hafnfirskra systra, sem komst í hámæli í vor vegna afskipta Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, hafa að mati lögmanns þeirra enn ekki fengið eðlilega rannsókn hjá lögreglu. Hann hefur lagt fram kærur fyrir hönd systranna og móður þeirra, bæði til ríkissaksóknara og héraðssaksóknara, þar sem kærðir eru ótilgreindir starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vegna þeirrar málsmeðferðar sem tilkynningar barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar um möguleg kynferðisbrot föður stúlknanna fengu hjá lögreglu. „Ég tel að lögreglu hafi verið óheimilt að rannsaka ekki málin,“ segir Jóhann Baldursson, lögmaður mæðgnanna. Um er að ræða tvær kærur, aðra til héraðssaksóknara og hina til ríkissaksóknara. Kærurnar varða meðferð tveggja mála sem barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar tilkynnti til lögreglu með tæplega tveggja ára millibili, annars vegar í lok árs 2014 og hins vegar í árslok 2016. Fyrri kæran var send ríkissaksóknara fyrir rúmum tveimur mánuðum og varðar tilkynningu barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar til lögreglu í desember 2016 um sterkar vísbendingar um brot gegn stúlkunum sem fram komu í meðferð og viðtölum hjá meðferðaraðila. Engin lögreglurannsókn mun hafa farið fram í kjölfar þeirrar tilkynningar. Síðari kæran var hins vegar send héraðssaksóknara fyrir rúmum tveimur vikum og varðar meinta óeðlilega meðferð rannsóknarlögreglu í kjölfar fyrri tilkynningar barnaverndarnefndar vegna gruns um brot föðurins í lok árs 2014. Lögmaður mæðgnanna segist geta fullyrt að möguleg refsiverð háttsemi sem lögregla hafði upplýsingar um hafi ekki verið rannsökuð. Héraðssaksóknari rannsakar meint brot lögreglumanna í starfi og staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir að embættið hafi til meðferðar mál um hvort lögreglumenn hafi gerst sekir um refsivert athæfi við meðferð máls sem var lokið fyrir nokkru. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Mál hafnfirskra systra, sem komst í hámæli í vor vegna afskipta Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, hafa að mati lögmanns þeirra enn ekki fengið eðlilega rannsókn hjá lögreglu. Hann hefur lagt fram kærur fyrir hönd systranna og móður þeirra, bæði til ríkissaksóknara og héraðssaksóknara, þar sem kærðir eru ótilgreindir starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vegna þeirrar málsmeðferðar sem tilkynningar barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar um möguleg kynferðisbrot föður stúlknanna fengu hjá lögreglu. „Ég tel að lögreglu hafi verið óheimilt að rannsaka ekki málin,“ segir Jóhann Baldursson, lögmaður mæðgnanna. Um er að ræða tvær kærur, aðra til héraðssaksóknara og hina til ríkissaksóknara. Kærurnar varða meðferð tveggja mála sem barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar tilkynnti til lögreglu með tæplega tveggja ára millibili, annars vegar í lok árs 2014 og hins vegar í árslok 2016. Fyrri kæran var send ríkissaksóknara fyrir rúmum tveimur mánuðum og varðar tilkynningu barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar til lögreglu í desember 2016 um sterkar vísbendingar um brot gegn stúlkunum sem fram komu í meðferð og viðtölum hjá meðferðaraðila. Engin lögreglurannsókn mun hafa farið fram í kjölfar þeirrar tilkynningar. Síðari kæran var hins vegar send héraðssaksóknara fyrir rúmum tveimur vikum og varðar meinta óeðlilega meðferð rannsóknarlögreglu í kjölfar fyrri tilkynningar barnaverndarnefndar vegna gruns um brot föðurins í lok árs 2014. Lögmaður mæðgnanna segist geta fullyrt að möguleg refsiverð háttsemi sem lögregla hafði upplýsingar um hafi ekki verið rannsökuð. Héraðssaksóknari rannsakar meint brot lögreglumanna í starfi og staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir að embættið hafi til meðferðar mál um hvort lögreglumenn hafi gerst sekir um refsivert athæfi við meðferð máls sem var lokið fyrir nokkru.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52
Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10