Innlent

Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst.
Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. Aðsend mynd
Bragi Guðbrandsson, sem er í ársleyfi sem forstjóri Barnaverndarstofu, óskar eftir því að fá koma fyrir fund velferðarnefndar Alþingis sem allra fyrst. Hann telur sig geta varpað nýju ljósi á mál sitt sem „kollvarpi þeirri mynd sem hefur verið uppi í umfjöllun Stundarinnar um málið og í kjölfar hennar,“ eins og Bragi sjálfur kemst að orði í yfirlýsingu sem hann sendi til fréttastofu. Hann hefur þegar sent velferðarnefnd Alþingis bréf þess efnis.

Í frétt Stundarinnar frá því í gær er haldið fram að Bragi hafi hlutast til um meðferð máls barna sem Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hélt utan um. Málið tengist föður sem grunaður var um kynferðisbrot og í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar er sagt frá því að Bragi hafi beitt sér fyrir því að faðirinn fengi að umgangast dætur sínar.

Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu formlega til velferðarráðuneytisins í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári og sendu honum formlegt bréf með umkvörtunum á hendur Braga. Í bréfinu var kvartað yfir starfsháttum Braga og hann sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum.

Bragi segist helst vilja koma fyrir nefndina strax á mánudagsmorgun.


Tengdar fréttir

Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“

Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa.

Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka

Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×