Góðar líkur á víðtæku samfloti verkalýðsfélaga Heimir Már Pétursson skrifar 26. september 2018 13:23 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Egill Verkalýðsfélagið Framsýn krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði í komandi kjarasamningum og að vinnuvikan verði stytt á sama tíma. Félög innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna stefna á víðtækt samflot í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru allir lausir um áramót. Nítján verkalýðsfélög víðs vegar um landið eru aðilar að Starfsgreinasambandinu, þeirra á meðal Efling sem er fjölmennasta félagið sem og Framsýn stéttarfélag Þingeyinga sem setti helstu kröfur sínar fram í gær. Félagið krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði miðað við fullt starf. Þá vill félagið einnig að samið verði um styttingu vinnuvikunnar gegn sömu launum og að áttatíu prósent vaktavinna teljist full vinna, svo eitthvað sé nefnt. Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins lýst vel á kröfur Framsýnar. „Já, já mjög vel. Við höfum verið í ágætu sambandi við Framsýn og önnur stéttarfélög,“ segir Ragnar Þór. VR hafi þegar fundað með Starfsgreinasambandinu vegna áhuga á samfloti í komandi samningum. Annar fundur sé fyrirhugaður á föstudag í næstu viku til að ræða mögulegt samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna. „Þannig að þetta er svona tónninn sem við höfum verið að finna innan okkar raða og starfsgreinafélaganna. Hann er mjög svipaður. Þannig að líkurnar á samstarfi eru nokkuð góðar þótt ekkert sé í hendi. Ef það tekst að mynda stórt og breitt bandalag mun slagkraftur okkar sjálfkrafa verða mun meiri og árangurinn eftir því betri,“ segir Ragnar Þór. Ef þetta samflot tekst yrðu um 70 prósent verkafólks á almennum vinnumarkaði innan þess. Ragnar Þór segir samflotið síðan geta stækkað enn frekar. En það fari dálítið eftir því hvernig forysta Alþýðusambandsins líti út að loknu þingi þess dagana 24. til 26. október næst komandi. „Það er ekkert útilokað að við náum að sameinast á enn breiðari grundvelli en þessum.“Þá jafnvel undir fána ASÍ? „Mögulega það er ekkert útilokað í þeim efnum. Það ræðst náttúrlega af því hvernig samsetning nýrrar forystu Alþýðusambandsins verður. Hver vilji formanna félaganna verður til að spila úr þeim átökum og breytingum sem hafa átt sér stað innan hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Verkalýðsfélagið Framsýn krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði í komandi kjarasamningum og að vinnuvikan verði stytt á sama tíma. Félög innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna stefna á víðtækt samflot í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru allir lausir um áramót. Nítján verkalýðsfélög víðs vegar um landið eru aðilar að Starfsgreinasambandinu, þeirra á meðal Efling sem er fjölmennasta félagið sem og Framsýn stéttarfélag Þingeyinga sem setti helstu kröfur sínar fram í gær. Félagið krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði miðað við fullt starf. Þá vill félagið einnig að samið verði um styttingu vinnuvikunnar gegn sömu launum og að áttatíu prósent vaktavinna teljist full vinna, svo eitthvað sé nefnt. Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins lýst vel á kröfur Framsýnar. „Já, já mjög vel. Við höfum verið í ágætu sambandi við Framsýn og önnur stéttarfélög,“ segir Ragnar Þór. VR hafi þegar fundað með Starfsgreinasambandinu vegna áhuga á samfloti í komandi samningum. Annar fundur sé fyrirhugaður á föstudag í næstu viku til að ræða mögulegt samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna. „Þannig að þetta er svona tónninn sem við höfum verið að finna innan okkar raða og starfsgreinafélaganna. Hann er mjög svipaður. Þannig að líkurnar á samstarfi eru nokkuð góðar þótt ekkert sé í hendi. Ef það tekst að mynda stórt og breitt bandalag mun slagkraftur okkar sjálfkrafa verða mun meiri og árangurinn eftir því betri,“ segir Ragnar Þór. Ef þetta samflot tekst yrðu um 70 prósent verkafólks á almennum vinnumarkaði innan þess. Ragnar Þór segir samflotið síðan geta stækkað enn frekar. En það fari dálítið eftir því hvernig forysta Alþýðusambandsins líti út að loknu þingi þess dagana 24. til 26. október næst komandi. „Það er ekkert útilokað að við náum að sameinast á enn breiðari grundvelli en þessum.“Þá jafnvel undir fána ASÍ? „Mögulega það er ekkert útilokað í þeim efnum. Það ræðst náttúrlega af því hvernig samsetning nýrrar forystu Alþýðusambandsins verður. Hver vilji formanna félaganna verður til að spila úr þeim átökum og breytingum sem hafa átt sér stað innan hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira