Þurfum að hugsa um krakkana frekar en tindáta í Breiðholtinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. september 2018 08:00 ÍR féll niður í 2. deld eftir tap gegn Magna á lokadegi Inkassodeildarinnar. fréttablaðið/ernir Umræðan um sameinað lið í Breiðholtinu hefur lifað í þó nokkurn tíma án þess að nokkur árangur hafi náðst í samningaviðræðum. Um er að ræða félögin Leikni R. sem er knattspyrnufélag og ÍR sem er með tíu íþróttagreinar. Félögin hafa verið í samstarfi með yngri flokka störf í kvennaflokki í sumar og hafa margoft rætt möguleikann á samstarfi en þær umræður hafa yfirleitt ekki farið langt. Á dögunum féll ÍR niður í 2. deildina á meðan Leiknir hélt sæti sínu í Inkasso-deildinni. Eiga þau bæði bara eitt ár í efstu deild í knattspyrnu þrátt fyrir að vera úr einu af fjölmennustu hverfum höfuðborgarsvæðisins. Guðmundur Ólafur Birgisson, formaður Leiknis, segir að það sé mikill áhugi af hálfu Leiknis á að sameina félögin en þau eigi bæði sök á því að viðræður hafi ekki farið lengra. „Reykjavíkurborg hefur verið að reyna að sameina félögin í fjöldamörg ár og þessi hugmynd hefur lifað lengi en hún hefur alltaf strandað hjá báðum félögum. Að mínu mati er ekki vit í því að reka tvö knattspyrnufélög á svæðinu. Það kemur niður á starfinu, það eru vandræði í ýmsum flokkum hjá báðum félögum að manna lið og það væri hagur allra að fara í samstarf. Við höfum verið að missa út flokka og missa efnilega knattspyrnumenn í önnur lið. Leiknismenn eru á því að það eigi að stofna nýtt knattspyrnufélag fyrir Breiðholt,“ segir Guðmundur og heldur áfram:Leiknir R. endaði í 7. sæti Inkasso-deildarinnar.fréttablaðið/ernir„Það þarf að horfa á þetta út frá iðkendunum í hverfinu og hagræðingunni af því að vera með eitt félag. Alveg sama hvað félagið heitir, hversu gamalt það er og hvernig grunnstoðirnar eru. Landslagið er breytt og reksturinn er erfiðari. Samkeppnin um krakkana er meiri og því fyrr sem við áttum okkur á því að hafa þetta fyrir krakkana í hverfinu en ekki einhverja tindáta í bæði Efra- og Neðra-Breiðholti, því betra. Þá gæti okkur tekist að gera sterka einingu fyrir Breiðholt því að mínu mati ætti Breiðholt að geta teflt fram liði af heimamönnum í efstu deild. Það þarf að setja þessa pólitík um aldur og sögu félaga til hliðar. Það á ekkert að leggja niður ÍR sem er fjölgreinafélag. Það er hugmynd okkar að stofna nýtt knattspyrnulið sem kemur fram fyrir hönd Breiðholts. Við höfum átt marga spjallfundi í nokkur ár en þegar kemur að ákvörðun hefur aldrei neitt verið gert,“ segir Guðmundur sem sýnir því þó einhvern skilning. „Þetta er flókið ferli, eitthvað sem gerist ekki bara á einni nóttu og við tökum tillit til þess að ÍR er stærra félag með fleiri nefndir sem það þarf að leggja þetta fyrir en við erum með. Nú er Reykjavíkurborg komin með verkefnastjóra í málið sem ræðir við bæði félög, metur hagsmuni og stillir upp möguleikum, hvað er í boði, fyrir bæði félög. Svo munum við setjast niður og skoða þetta. Þetta gefur okkur verkfæri til að vinna með, vinnulínu sem hægt er að notast við og það leiðir vonandi til samkomulags sem báðir aðilar eru ánægðir með því hugur okkar að minnsta kosti er að það sé eitt öflugt knattspyrnufélag úr Breiðholti.“ Þráinn Hafsteinsson, framkvæmdastjóri ÍR, staðfestir að viðræður standi yfir. „Það var samþykkt á dögunum að það kæmi utanaðkomandi aðili og kannaði grundvöll fyrir samstarfi eða sameiningu. Þannig standa málin í dag og þetta er komið í ferli en við ætlum ekki að tjá okkur fyrr en að viðræðum loknum. Við viljum vinna þetta faglega og erum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Umræðan um sameinað lið í Breiðholtinu hefur lifað í þó nokkurn tíma án þess að nokkur árangur hafi náðst í samningaviðræðum. Um er að ræða félögin Leikni R. sem er knattspyrnufélag og ÍR sem er með tíu íþróttagreinar. Félögin hafa verið í samstarfi með yngri flokka störf í kvennaflokki í sumar og hafa margoft rætt möguleikann á samstarfi en þær umræður hafa yfirleitt ekki farið langt. Á dögunum féll ÍR niður í 2. deildina á meðan Leiknir hélt sæti sínu í Inkasso-deildinni. Eiga þau bæði bara eitt ár í efstu deild í knattspyrnu þrátt fyrir að vera úr einu af fjölmennustu hverfum höfuðborgarsvæðisins. Guðmundur Ólafur Birgisson, formaður Leiknis, segir að það sé mikill áhugi af hálfu Leiknis á að sameina félögin en þau eigi bæði sök á því að viðræður hafi ekki farið lengra. „Reykjavíkurborg hefur verið að reyna að sameina félögin í fjöldamörg ár og þessi hugmynd hefur lifað lengi en hún hefur alltaf strandað hjá báðum félögum. Að mínu mati er ekki vit í því að reka tvö knattspyrnufélög á svæðinu. Það kemur niður á starfinu, það eru vandræði í ýmsum flokkum hjá báðum félögum að manna lið og það væri hagur allra að fara í samstarf. Við höfum verið að missa út flokka og missa efnilega knattspyrnumenn í önnur lið. Leiknismenn eru á því að það eigi að stofna nýtt knattspyrnufélag fyrir Breiðholt,“ segir Guðmundur og heldur áfram:Leiknir R. endaði í 7. sæti Inkasso-deildarinnar.fréttablaðið/ernir„Það þarf að horfa á þetta út frá iðkendunum í hverfinu og hagræðingunni af því að vera með eitt félag. Alveg sama hvað félagið heitir, hversu gamalt það er og hvernig grunnstoðirnar eru. Landslagið er breytt og reksturinn er erfiðari. Samkeppnin um krakkana er meiri og því fyrr sem við áttum okkur á því að hafa þetta fyrir krakkana í hverfinu en ekki einhverja tindáta í bæði Efra- og Neðra-Breiðholti, því betra. Þá gæti okkur tekist að gera sterka einingu fyrir Breiðholt því að mínu mati ætti Breiðholt að geta teflt fram liði af heimamönnum í efstu deild. Það þarf að setja þessa pólitík um aldur og sögu félaga til hliðar. Það á ekkert að leggja niður ÍR sem er fjölgreinafélag. Það er hugmynd okkar að stofna nýtt knattspyrnulið sem kemur fram fyrir hönd Breiðholts. Við höfum átt marga spjallfundi í nokkur ár en þegar kemur að ákvörðun hefur aldrei neitt verið gert,“ segir Guðmundur sem sýnir því þó einhvern skilning. „Þetta er flókið ferli, eitthvað sem gerist ekki bara á einni nóttu og við tökum tillit til þess að ÍR er stærra félag með fleiri nefndir sem það þarf að leggja þetta fyrir en við erum með. Nú er Reykjavíkurborg komin með verkefnastjóra í málið sem ræðir við bæði félög, metur hagsmuni og stillir upp möguleikum, hvað er í boði, fyrir bæði félög. Svo munum við setjast niður og skoða þetta. Þetta gefur okkur verkfæri til að vinna með, vinnulínu sem hægt er að notast við og það leiðir vonandi til samkomulags sem báðir aðilar eru ánægðir með því hugur okkar að minnsta kosti er að það sé eitt öflugt knattspyrnufélag úr Breiðholti.“ Þráinn Hafsteinsson, framkvæmdastjóri ÍR, staðfestir að viðræður standi yfir. „Það var samþykkt á dögunum að það kæmi utanaðkomandi aðili og kannaði grundvöll fyrir samstarfi eða sameiningu. Þannig standa málin í dag og þetta er komið í ferli en við ætlum ekki að tjá okkur fyrr en að viðræðum loknum. Við viljum vinna þetta faglega og erum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn