Bað um að fá að vera lengur í fangelsi til að geta hitt Totti Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2018 11:30 Francesco Totti er í dýrlingatölu hjá Roma. vísir/getty Aðdáendur íþróttamanna ganga sumir hverjir ansi langt til þess að hitta goðin sín en einn Ítali gekk líklega lengra heldur en flestir fyrir tólf árum síðan þegar hann þráði hvað heitast að hitta Francesco Totti, fyrrverandi leikmann Roma og ítalska landsliðsins. Totti og félagar hans í ítalska landsliðinu urðu heimsmeistarar árið 2006 og fóru á mikinn kynningartúr skömmu eftir að lyfta bikarnum í Þýskalandi eftir sigur á Frökkum í frægum úrslitaleik. Ein heimsókn þeirra var í fangelsi í Rómarborg. „Allir fangarnir voru mjög glaðir því fyrir þá að sjá fótboltamenn í fangelsinu var eins og fyrir okkur að sjá páfann,“ segir Totti í viðtali við ítalska ríkissjónvarpið en hann er þessa dagana að auglýsa ævisögu sína sem að kemur út í dag. „Það var einn strákur þarna sem öskraði og öskraði. Hann þráði ekkert heitar en að taka mynd með mér en enginn hleypti honum að mér. Á endanum náði hann að komast upp að mér og fékk mynd. Ég skildi ekki hvers vegna hann var svona rosalega áhugasamur.“ Það var ekki fyrr en Totti var kominn út fyrir fangelsisveggina að honum var sagt hvers vegna þessi strákur lagði svo mikið á sig að komast í gegnum allan hópinn og upp að Roma-goðsögninni. „Mér var tjáð að þessi strákur átti að losna úr fangelsinu viku áður en hann bað um að fá að vera viku lengur því hann vissi að ég væri á leiðinni í heimsókn. Hann hótaði því að gera eitthvað brjálað til að enda aftur í fangelsinu ef hann fengi ekki að dvelja viku lengur og hitta mig,“ segir Francesco Totti. Ítalski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Aðdáendur íþróttamanna ganga sumir hverjir ansi langt til þess að hitta goðin sín en einn Ítali gekk líklega lengra heldur en flestir fyrir tólf árum síðan þegar hann þráði hvað heitast að hitta Francesco Totti, fyrrverandi leikmann Roma og ítalska landsliðsins. Totti og félagar hans í ítalska landsliðinu urðu heimsmeistarar árið 2006 og fóru á mikinn kynningartúr skömmu eftir að lyfta bikarnum í Þýskalandi eftir sigur á Frökkum í frægum úrslitaleik. Ein heimsókn þeirra var í fangelsi í Rómarborg. „Allir fangarnir voru mjög glaðir því fyrir þá að sjá fótboltamenn í fangelsinu var eins og fyrir okkur að sjá páfann,“ segir Totti í viðtali við ítalska ríkissjónvarpið en hann er þessa dagana að auglýsa ævisögu sína sem að kemur út í dag. „Það var einn strákur þarna sem öskraði og öskraði. Hann þráði ekkert heitar en að taka mynd með mér en enginn hleypti honum að mér. Á endanum náði hann að komast upp að mér og fékk mynd. Ég skildi ekki hvers vegna hann var svona rosalega áhugasamur.“ Það var ekki fyrr en Totti var kominn út fyrir fangelsisveggina að honum var sagt hvers vegna þessi strákur lagði svo mikið á sig að komast í gegnum allan hópinn og upp að Roma-goðsögninni. „Mér var tjáð að þessi strákur átti að losna úr fangelsinu viku áður en hann bað um að fá að vera viku lengur því hann vissi að ég væri á leiðinni í heimsókn. Hann hótaði því að gera eitthvað brjálað til að enda aftur í fangelsinu ef hann fengi ekki að dvelja viku lengur og hitta mig,“ segir Francesco Totti.
Ítalski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira