Vandræði United halda áfram eftir tap gegn West Ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Vandræði Manchester United halda áfram í enska boltanum en þeir töpuðu 3-1 fyrir West Ham á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum í dag.

Það byrjaði ekki vel fyrir United því West Ham komst yfir eftir fimm mínútur er fyrirgjöf Pablo Zabaleta rataði á Felipe Anderson sem skilaði boltanum í netið.

Heppnin var mer West Ham í öðru markinu sem kom rétt fyrir hálfleik. Skot Andriy Yarmolenko hafði viðkomu í Victor Lindeöf og þaðan í netið framhjá varnarlausum David de Gea.

Eftir þrjár breyingar frá Jose Mourinho, stjóra United, kom smá líf og Marcus Rashford minnkaði muninn nítján mínútum fyrir leikslok með laglegu skoti úr þröngu færi eftir hornspyrnu.

Sú staða var ekki lengi þvi tveimur mínútum síðar kláraði framherjinn Marko Arnautovic leikinn er hann slapp einn í gegnum galopna vörn United. Lokatölur 3-1.

Vandræðin halda því áfram á Old Trafford. Þeir eru nú með tíu stig í áttunda sæti deildarinnar en West Ham er með sjö stig í tólfta sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira