Arkitektinn Guðmundur Jónsson og félagar hans á arkitektarstofunni hafa komið að byggingu ansi margra íþróttamannvirkja undanfarin ár.
Guðmundur segir að draumur muni rætast ef hann fengi að hafa áhrif á hvernig nýr Laugardalsvöllur yrði.
„Við erum búnir að gera ansi marga velli um allan heim. Við höfum gert Wembley og erum að gera Tottenham núna,” sagði Guðmundur í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.
„Við höfum verið hluti af Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppnum. Hvert verkefni er sérstakt. Veðrátta, landslag, kúlturinn og það þarf að taka það með í þetta feri. Það þarf að kanna hvað er verið að leitast eftir.”
„Þrátt fyrir að við höfum gert mikið af skemmtilegum völlum þá er þetta alveg sérstakt. Það er mjög sérstakt fyrir mig að koma að því ef að því verður.”
Heldur Guðmundur að við getum búið til mannvirki sem sé þó ekki mjög dýrt?
„Algjörlega. Það er enginn spurning. Það þarf ekki allt að kosta mikið. Þetta þarf að vera mjög vel gert og hugsa um framtíðina. Það er að hugsa um næstu fimmtíu ár og við megum ekki koma með skammtímalausnir.”
Innslagið úr kvöldfréttunum má sjá hér að ofan.
Arkitekt um Laugardalsvöll: „Þarf ekki að kosta mikið“
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn


Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn