Enski boltinn

Umsókn Bretlands um HM 2030 fær fullan stuðning ríkistjórnar May

Anton Ingi Leifsson skrifar
May í ræðustólnum á dögunum.
May í ræðustólnum á dögunum. vísir/getty
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, segir að ríkisstjórnin muni bera fullt traust til Bretlands og Írlands sæki þau um að halda HM í fótbolta árið 2030.

Forráðamenn knattspyrnusambandanna í Englandi, Skotlandi, Wales, Norður-Írlandi og Írlandi liggja nú yfir því hvort að þau eigi að sækja um að halda mótið eður ei.

„Eftir alla spennuna í sumar á HM er enska knattspyrnusambandið að vinna ásamt hinum samböndunum að því hvort að þau geti komið saman og sótt um að halda HM 2030,” sagði May.

„Ákvörðunin er knattspyrnusambandanna en ef þau ákveða að sækja um þá geta þau treyst á fullan stuðning frá ríkisstjórninni.”

Árið 2020 munu ellefu leiki á EM verða spilaðir í London og Glasgow en undanúrslita- og úrslitaleikirnir verða spilaðir á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×