Enski boltinn

Jón Daði heldur áfram að skora

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Daði er að byrja tímabilið vel.
Jón Daði er að byrja tímabilið vel. vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson var enn og aftur á skotskónum fyrir Reading sem gerði 2-2 jafntefli við Brentford á útivelli.

Jón Daði hefur verið sjóðheitur upp á síðkastið fyrir Reading en hann jafnaði metin í 1-1 á 25. mínútu.

John Swift virtist vera að tryggja Reading sigur med marki á 64. mínútu en mark Yoann Barbet í uppbótartíma kom í veg fyrir það og lokatölur 2-2.

Reading er í átjánda sæti deildarinnar með níu stig eftir tíu leiki en Jón Daði er kominn með fimm mörk í deildinni það sem af er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×