Enski boltinn

Vandræði Newcastle halda áfram og Wolves kláraði Southampton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benitez svekktur í leikslok en það gengur ekki né rekur hjá honum.
Benitez svekktur í leikslok en það gengur ekki né rekur hjá honum. vísir/getty
Wolves kláraði Southampton á síðustu tíu mínútunum og Newcastle er í bullandi vandræðum í átjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tap gegn Leicester.

Staðan var markalaus á Molineux-leikvanginum, heimavelli Wolves, allt þangað til tíu mínútur voru eftir en þá opnuðust flóðgáttir.

Ivan Cavaleiro kom Wolves yfir á 79. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Jonny Castro muninn. Lokatölur 2-0 sigur nýliðanna.

Wolves er með tólf stig í áttunda sætinu en Southampton er í fimmtánda sætinu með fimm stig.

Jamie Vardy kom Leicester yfir gegn Newcastle af vítapunktinum á 30. mínútu og einn besti varnarmaður HM í sumar, Harry Maguire, tvöfaldaði forystuna á 73. mínútu.

Hörmungarnar halda áfram hjá Newcastle sem eru með tvö stig eftir fyrstu sjö leikina en Leicester er með tólf stig í sjöunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×