Enski boltinn

Gana spilaði allan leikinn gegn Fulham og fór svo beint heim að spila

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gana í leiknum gegn Fulham í dag.
Gana í leiknum gegn Fulham í dag. vísir/getty
Idrissa Gana Gueye átti góðan leik fyrir Everton sem vann 3-0 sigur á Fulham í dag en Everton var mun betri aðilinn í leiknum.

Fulham átti ekki skot á mark Everton i leiknum en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö af mörkum Everton, bæði með laglegum skotum.

Idrissa Gana virðist vera afar jarðbundinn leikmaður. Senegalinn spilaði allar 90 mínúturnar og eftir leikinn var ekkert húllumhæ á miðjumanninum kraftmikla.

Hann birti mynd af sér á Twitter eftir leikinn þar sem hann var kominn heim og byrjaður að spila. Myndina skemmtilegu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×