Enski boltinn

Lampard fer með Derby á Brúnna og mætir Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Goðsögnin snýr aftur heim.
Goðsögnin snýr aftur heim. vísir/getty

Dregið var í 16-liða úrslit enska deildarbikarsins, Carabao-Cup, nú undir kvöld og það komu nokkrar áhugaverðir viðureignir upp úr pottinum.

Frank Lampard, stjóri Derby og goðsögn hjá Chelsea, snýr aftur á sinn gamla heimavöll en Derby dróst gegn Chelsea á útivelli.

Arsenal fékk þægilegan drátt er liðið dróst gegn Blackpool á heimavelli. Slái Gylfi Þór Sigurðsson og félagar út Southampton mæta þeir Leicester.

Það verður Lundúnarslagur er West Ham og Tottenham mætast og Manchester City fær Fulham í heimsókn á Etihad-leikvanginn.

Leikirnir verða spilaðir mánudaginn 29. október.

Drátturinn í heild sinni:
Arsenal - Blackpool
Bournemouth - Norwich
Manchester City - Fulham
Leicester - Everton/Southampton
West Ham - Tottenham
Middlesbrough - Crystal Palace
Chelsea - Derby
Burton - Nottingham ForestAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.