Enski boltinn

Jürgen Klopp hrósar Steven Gerrard

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp og Steven Gerrard.
Jürgen Klopp og Steven Gerrard. Vísir/Getty

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er ánægður með það sem hann hefur séð í frumraun Steven Gerrard sem knattspyrnustjóra Rangers í Skotlandi.

Klopp telur að Steven Gerrard sé þegar byrjaður að brúa bilið á milli Rangers og Celtic þrátt fyrir aðeins nokkra mánuði í starfi.

Rangers tapaði 1-0 á móti Celtic á dögunum sem jafnframt var fysta tap Rangers liðsins í keppnisleik undir stjórn Steven Gerrard. Þegar liðin mættust tvisvar með stuttu millibili í apríl síðastliðnum þá vann Celtic 4-0 og 5-0.„Ég hef séð nokkra leiki því Stevie er með þrjá fyrrum leikmenn mína hjá sér, tvo á láni [Ovie Ejaria og Ryan Kent] og svo Flano [Jon Flanagan],“ sagði Jürgen Klopp. Sky Sports segir frá.

„Hann [Gerrard] er að standa sig vel. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir væntingum stuðningsmanna Rangers en þetta var frábær byrjun hjá honum,“ sagði Klopp.

Rangers sló Shkupi frá Makedóníu, Osijek frá Króatíu og Ufa frá Rússlandi út úr forkeppni Evrópudeildarinnar og tryggði sér sæti í riðlakeppninni. Þar er Rangers í riðli með rússneska liðinu Spartak Moskvu, spænska liðinu Villarreal og Rapid Vín frá Austurríki.

„Svo tapa þeir á móti Celtic. Vá, það var nú óvænt? Það er toppliðið í deildinni,“ sagði Klopp.

„Celtic liðið var ekki 50 prósent eða 60 prósent betra eins og undanfarin ár og það sýnir að þeir eru að nálgast þá. Það er líka eina leiðin til að vinna þá einhvern daginn,“ sagði Klopp.

„Þetta er hans starf en hingað til finnt mér hann hafa staðið sig mjög vel. Liðið spilar góðan fótbolta og hefur staðið sig frábærlega í Evrópuleikjunum. Hann er búinn að setja saman gott lið. Þeir verða bara að bæta sig og verða enn betri,“ sagði Klopp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.