Íslenski boltinn

Keflavík upp í Pepsi-deild kvenna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fögnuður Keflavíkur í kvöld.
Fögnuður Keflavíkur í kvöld. vísir/skjáskot keflavík tv

Keflavík leikur í Pepsi-deild kvenna á næstu leiktíð en þetta varð ljóst eftir 5-0 sigur liðsins á Hömrunum í kvöld.

Keflvíkingar þurftu eitt stig í síðustu tveimur leikjunum til þess að tryggja sæti sitt á næsta ári en það er nú gulltryggt eftir þennan stórsigur.

Mairead Clare Fulton gerði tvö mörk í kvöld og þær Sophie Groff og Natasha Moraa Anasi skoruðu sitt hvort markið. Eitt markið var sjálfsmark Hamranna.

Keflavík fylgir því Fylki upp í Pepsi-deildina en liðin taka sæti FH og Grindavík eða KR.

Keflavík og Fylkir berjast um toppsætið í Inkasso-deildinni en Fylkir er á toppnum með 45 stig fyrir lokaumferðina. Keflavík er með tveimur stigum minna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.