Þegar Belgar mættu síðast í Laugardalinn: „Læt ekki hafa mig að fífli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 13:30 Ingi Björn Albertsson með tengdasyni sínum Guðmundi Benediktssyni og syni sínum Alberti Brynjari Ingasyni. Fréttablaðið/Valli Belgíska fótboltalandsliðið er mætt til Íslands og mætir strákunum okkar í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru 42 ár síðan Belgar voru síðast í Laugardalnum. Ísland lenti í riðli með Belgíu í undankeppni HM 1978 og fyrri leikur þjóðanna var á Laugardalsvellinum 5. september 1976. Belgar unnu þennan leik í septembermánuði 1976 á marki sem kom eftir mistök fyrirliða íslenska landsliðsins, Jóhannesar Eðvaldssonar. Íslenskir fjölmiðlar voru á því að jafntefli hafi verið sanngjörnustu úrslitin. Það var hins vegar ein skipting landsliðsþjálfarans Tony Knapp sem stal senunni og hafði mikla eftirmála. Ingi Björn Albertsson var á þessum tíma markahæsti leikmaðurinn og fyrirliðinn í besta félagsliði landsliðsins en hann byrjaði leikinn á bekknum. Knapp hafði skipt Inga Birni inn fyrir Guðmund Þorbjörnsson í hálfleik en eftir að Belgar skoruðu markið sitt á 73. mínútu leiksins þá ákvað landsliðsþjálfarinn að skipta Inga Birni aftur af velli. Ásgeir Elíasson kom inn fyrir hann og Ingi Björn var kominn af velli hálftíma eftir að honum hafði verið skipt inná. Það er óhætt að segja að Ingi Björn hafi tekið þessu mjög illa. „Ég hef enga ánægju af því að láta hafa mig að fífli, og þess vegna tók ég þá ákvörðun að vera ekki með landsliðinu að þessu sinni, sagði Ingi Björn Albertsson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Hann sagði sig úr hópnum og var ekki með íslenska liðinu í leik á móti Hollandi þremur sögum síðar.Mynd/Morgunblaðið 7. september 1976„Ég held að það hljóti að vera einsdæmi í landsleik, að leikmaður, sem kemur inná, sé tekinn útaf aftur, sagði Ingi Björn. Hann var líka í viðtali í Tímanum. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, þegar Tony Knapp kallaði mig útaf. Eftir þessa framkomu Knapps, ákvað ég að yfirgefa landsliðshópinn og fara ekki aftur til Þingvalla, sagði Ingi Björn. Ingi Björn sagðist í sama viðtali hafa verið í vafa upphaflega, hvort hann ætti að gefa kost á sér i landsliðið í þessa leiki. „En ég lét til leiðast, þar sem ég er alltaf tilbúinn að leika fyrir hönd Íslands, ef not eru fyrir krafta mína. En eftir þá lítilsvirðingu, sem Tony Knapp sýndi mér fyrir framan tíu þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum sá ég mér ekki annað fært, en að pakka saman dóti mínu og yfirgefa strákana í landsliðinu. Það er ekki með glöðu geði, að ég yfirgef þá — en ég sá mig tilneyddan eftir framkomu Knapps sem hreinlega gaf i skyn, að hann þurfi ekki á minum kröftum að halda. Ég skil hreinlega ekki, hvers vegna hann var að velja mig i landsliðið upphaflega, sagði Ingi Björn. Tony Knapp valdi Inga Björn Albertsson aftur í landsliðið sumarið eftir og þá skoraði Ingi sigurmarkið í 1-0 sigri á Norður-Írlandi og fyrra markið í 2-1 sigri á Norðmönnum. Ingi Björn spilaði allar 90 mínúturnar í báðum leikjum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af síðum íslensku blaðanna eftir þennan leik.Mynd/Dagblaðið 6. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976Mynd/Þjóðviljinn 6. september 1976Mynd/Tíminn 7. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Belgíska fótboltalandsliðið er mætt til Íslands og mætir strákunum okkar í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru 42 ár síðan Belgar voru síðast í Laugardalnum. Ísland lenti í riðli með Belgíu í undankeppni HM 1978 og fyrri leikur þjóðanna var á Laugardalsvellinum 5. september 1976. Belgar unnu þennan leik í septembermánuði 1976 á marki sem kom eftir mistök fyrirliða íslenska landsliðsins, Jóhannesar Eðvaldssonar. Íslenskir fjölmiðlar voru á því að jafntefli hafi verið sanngjörnustu úrslitin. Það var hins vegar ein skipting landsliðsþjálfarans Tony Knapp sem stal senunni og hafði mikla eftirmála. Ingi Björn Albertsson var á þessum tíma markahæsti leikmaðurinn og fyrirliðinn í besta félagsliði landsliðsins en hann byrjaði leikinn á bekknum. Knapp hafði skipt Inga Birni inn fyrir Guðmund Þorbjörnsson í hálfleik en eftir að Belgar skoruðu markið sitt á 73. mínútu leiksins þá ákvað landsliðsþjálfarinn að skipta Inga Birni aftur af velli. Ásgeir Elíasson kom inn fyrir hann og Ingi Björn var kominn af velli hálftíma eftir að honum hafði verið skipt inná. Það er óhætt að segja að Ingi Björn hafi tekið þessu mjög illa. „Ég hef enga ánægju af því að láta hafa mig að fífli, og þess vegna tók ég þá ákvörðun að vera ekki með landsliðinu að þessu sinni, sagði Ingi Björn Albertsson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Hann sagði sig úr hópnum og var ekki með íslenska liðinu í leik á móti Hollandi þremur sögum síðar.Mynd/Morgunblaðið 7. september 1976„Ég held að það hljóti að vera einsdæmi í landsleik, að leikmaður, sem kemur inná, sé tekinn útaf aftur, sagði Ingi Björn. Hann var líka í viðtali í Tímanum. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, þegar Tony Knapp kallaði mig útaf. Eftir þessa framkomu Knapps, ákvað ég að yfirgefa landsliðshópinn og fara ekki aftur til Þingvalla, sagði Ingi Björn. Ingi Björn sagðist í sama viðtali hafa verið í vafa upphaflega, hvort hann ætti að gefa kost á sér i landsliðið í þessa leiki. „En ég lét til leiðast, þar sem ég er alltaf tilbúinn að leika fyrir hönd Íslands, ef not eru fyrir krafta mína. En eftir þá lítilsvirðingu, sem Tony Knapp sýndi mér fyrir framan tíu þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum sá ég mér ekki annað fært, en að pakka saman dóti mínu og yfirgefa strákana í landsliðinu. Það er ekki með glöðu geði, að ég yfirgef þá — en ég sá mig tilneyddan eftir framkomu Knapps sem hreinlega gaf i skyn, að hann þurfi ekki á minum kröftum að halda. Ég skil hreinlega ekki, hvers vegna hann var að velja mig i landsliðið upphaflega, sagði Ingi Björn. Tony Knapp valdi Inga Björn Albertsson aftur í landsliðið sumarið eftir og þá skoraði Ingi sigurmarkið í 1-0 sigri á Norður-Írlandi og fyrra markið í 2-1 sigri á Norðmönnum. Ingi Björn spilaði allar 90 mínúturnar í báðum leikjum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af síðum íslensku blaðanna eftir þennan leik.Mynd/Dagblaðið 6. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976Mynd/Þjóðviljinn 6. september 1976Mynd/Tíminn 7. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976
Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira