Þegar Belgar mættu síðast í Laugardalinn: „Læt ekki hafa mig að fífli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 13:30 Ingi Björn Albertsson með tengdasyni sínum Guðmundi Benediktssyni og syni sínum Alberti Brynjari Ingasyni. Fréttablaðið/Valli Belgíska fótboltalandsliðið er mætt til Íslands og mætir strákunum okkar í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru 42 ár síðan Belgar voru síðast í Laugardalnum. Ísland lenti í riðli með Belgíu í undankeppni HM 1978 og fyrri leikur þjóðanna var á Laugardalsvellinum 5. september 1976. Belgar unnu þennan leik í septembermánuði 1976 á marki sem kom eftir mistök fyrirliða íslenska landsliðsins, Jóhannesar Eðvaldssonar. Íslenskir fjölmiðlar voru á því að jafntefli hafi verið sanngjörnustu úrslitin. Það var hins vegar ein skipting landsliðsþjálfarans Tony Knapp sem stal senunni og hafði mikla eftirmála. Ingi Björn Albertsson var á þessum tíma markahæsti leikmaðurinn og fyrirliðinn í besta félagsliði landsliðsins en hann byrjaði leikinn á bekknum. Knapp hafði skipt Inga Birni inn fyrir Guðmund Þorbjörnsson í hálfleik en eftir að Belgar skoruðu markið sitt á 73. mínútu leiksins þá ákvað landsliðsþjálfarinn að skipta Inga Birni aftur af velli. Ásgeir Elíasson kom inn fyrir hann og Ingi Björn var kominn af velli hálftíma eftir að honum hafði verið skipt inná. Það er óhætt að segja að Ingi Björn hafi tekið þessu mjög illa. „Ég hef enga ánægju af því að láta hafa mig að fífli, og þess vegna tók ég þá ákvörðun að vera ekki með landsliðinu að þessu sinni, sagði Ingi Björn Albertsson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Hann sagði sig úr hópnum og var ekki með íslenska liðinu í leik á móti Hollandi þremur sögum síðar.Mynd/Morgunblaðið 7. september 1976„Ég held að það hljóti að vera einsdæmi í landsleik, að leikmaður, sem kemur inná, sé tekinn útaf aftur, sagði Ingi Björn. Hann var líka í viðtali í Tímanum. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, þegar Tony Knapp kallaði mig útaf. Eftir þessa framkomu Knapps, ákvað ég að yfirgefa landsliðshópinn og fara ekki aftur til Þingvalla, sagði Ingi Björn. Ingi Björn sagðist í sama viðtali hafa verið í vafa upphaflega, hvort hann ætti að gefa kost á sér i landsliðið í þessa leiki. „En ég lét til leiðast, þar sem ég er alltaf tilbúinn að leika fyrir hönd Íslands, ef not eru fyrir krafta mína. En eftir þá lítilsvirðingu, sem Tony Knapp sýndi mér fyrir framan tíu þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum sá ég mér ekki annað fært, en að pakka saman dóti mínu og yfirgefa strákana í landsliðinu. Það er ekki með glöðu geði, að ég yfirgef þá — en ég sá mig tilneyddan eftir framkomu Knapps sem hreinlega gaf i skyn, að hann þurfi ekki á minum kröftum að halda. Ég skil hreinlega ekki, hvers vegna hann var að velja mig i landsliðið upphaflega, sagði Ingi Björn. Tony Knapp valdi Inga Björn Albertsson aftur í landsliðið sumarið eftir og þá skoraði Ingi sigurmarkið í 1-0 sigri á Norður-Írlandi og fyrra markið í 2-1 sigri á Norðmönnum. Ingi Björn spilaði allar 90 mínúturnar í báðum leikjum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af síðum íslensku blaðanna eftir þennan leik.Mynd/Dagblaðið 6. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976Mynd/Þjóðviljinn 6. september 1976Mynd/Tíminn 7. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976 Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Belgíska fótboltalandsliðið er mætt til Íslands og mætir strákunum okkar í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru 42 ár síðan Belgar voru síðast í Laugardalnum. Ísland lenti í riðli með Belgíu í undankeppni HM 1978 og fyrri leikur þjóðanna var á Laugardalsvellinum 5. september 1976. Belgar unnu þennan leik í septembermánuði 1976 á marki sem kom eftir mistök fyrirliða íslenska landsliðsins, Jóhannesar Eðvaldssonar. Íslenskir fjölmiðlar voru á því að jafntefli hafi verið sanngjörnustu úrslitin. Það var hins vegar ein skipting landsliðsþjálfarans Tony Knapp sem stal senunni og hafði mikla eftirmála. Ingi Björn Albertsson var á þessum tíma markahæsti leikmaðurinn og fyrirliðinn í besta félagsliði landsliðsins en hann byrjaði leikinn á bekknum. Knapp hafði skipt Inga Birni inn fyrir Guðmund Þorbjörnsson í hálfleik en eftir að Belgar skoruðu markið sitt á 73. mínútu leiksins þá ákvað landsliðsþjálfarinn að skipta Inga Birni aftur af velli. Ásgeir Elíasson kom inn fyrir hann og Ingi Björn var kominn af velli hálftíma eftir að honum hafði verið skipt inná. Það er óhætt að segja að Ingi Björn hafi tekið þessu mjög illa. „Ég hef enga ánægju af því að láta hafa mig að fífli, og þess vegna tók ég þá ákvörðun að vera ekki með landsliðinu að þessu sinni, sagði Ingi Björn Albertsson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Hann sagði sig úr hópnum og var ekki með íslenska liðinu í leik á móti Hollandi þremur sögum síðar.Mynd/Morgunblaðið 7. september 1976„Ég held að það hljóti að vera einsdæmi í landsleik, að leikmaður, sem kemur inná, sé tekinn útaf aftur, sagði Ingi Björn. Hann var líka í viðtali í Tímanum. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, þegar Tony Knapp kallaði mig útaf. Eftir þessa framkomu Knapps, ákvað ég að yfirgefa landsliðshópinn og fara ekki aftur til Þingvalla, sagði Ingi Björn. Ingi Björn sagðist í sama viðtali hafa verið í vafa upphaflega, hvort hann ætti að gefa kost á sér i landsliðið í þessa leiki. „En ég lét til leiðast, þar sem ég er alltaf tilbúinn að leika fyrir hönd Íslands, ef not eru fyrir krafta mína. En eftir þá lítilsvirðingu, sem Tony Knapp sýndi mér fyrir framan tíu þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum sá ég mér ekki annað fært, en að pakka saman dóti mínu og yfirgefa strákana í landsliðinu. Það er ekki með glöðu geði, að ég yfirgef þá — en ég sá mig tilneyddan eftir framkomu Knapps sem hreinlega gaf i skyn, að hann þurfi ekki á minum kröftum að halda. Ég skil hreinlega ekki, hvers vegna hann var að velja mig i landsliðið upphaflega, sagði Ingi Björn. Tony Knapp valdi Inga Björn Albertsson aftur í landsliðið sumarið eftir og þá skoraði Ingi sigurmarkið í 1-0 sigri á Norður-Írlandi og fyrra markið í 2-1 sigri á Norðmönnum. Ingi Björn spilaði allar 90 mínúturnar í báðum leikjum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af síðum íslensku blaðanna eftir þennan leik.Mynd/Dagblaðið 6. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976Mynd/Þjóðviljinn 6. september 1976Mynd/Tíminn 7. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976
Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira