Þegar Belgar mættu síðast í Laugardalinn: „Læt ekki hafa mig að fífli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 13:30 Ingi Björn Albertsson með tengdasyni sínum Guðmundi Benediktssyni og syni sínum Alberti Brynjari Ingasyni. Fréttablaðið/Valli Belgíska fótboltalandsliðið er mætt til Íslands og mætir strákunum okkar í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru 42 ár síðan Belgar voru síðast í Laugardalnum. Ísland lenti í riðli með Belgíu í undankeppni HM 1978 og fyrri leikur þjóðanna var á Laugardalsvellinum 5. september 1976. Belgar unnu þennan leik í septembermánuði 1976 á marki sem kom eftir mistök fyrirliða íslenska landsliðsins, Jóhannesar Eðvaldssonar. Íslenskir fjölmiðlar voru á því að jafntefli hafi verið sanngjörnustu úrslitin. Það var hins vegar ein skipting landsliðsþjálfarans Tony Knapp sem stal senunni og hafði mikla eftirmála. Ingi Björn Albertsson var á þessum tíma markahæsti leikmaðurinn og fyrirliðinn í besta félagsliði landsliðsins en hann byrjaði leikinn á bekknum. Knapp hafði skipt Inga Birni inn fyrir Guðmund Þorbjörnsson í hálfleik en eftir að Belgar skoruðu markið sitt á 73. mínútu leiksins þá ákvað landsliðsþjálfarinn að skipta Inga Birni aftur af velli. Ásgeir Elíasson kom inn fyrir hann og Ingi Björn var kominn af velli hálftíma eftir að honum hafði verið skipt inná. Það er óhætt að segja að Ingi Björn hafi tekið þessu mjög illa. „Ég hef enga ánægju af því að láta hafa mig að fífli, og þess vegna tók ég þá ákvörðun að vera ekki með landsliðinu að þessu sinni, sagði Ingi Björn Albertsson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Hann sagði sig úr hópnum og var ekki með íslenska liðinu í leik á móti Hollandi þremur sögum síðar.Mynd/Morgunblaðið 7. september 1976„Ég held að það hljóti að vera einsdæmi í landsleik, að leikmaður, sem kemur inná, sé tekinn útaf aftur, sagði Ingi Björn. Hann var líka í viðtali í Tímanum. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, þegar Tony Knapp kallaði mig útaf. Eftir þessa framkomu Knapps, ákvað ég að yfirgefa landsliðshópinn og fara ekki aftur til Þingvalla, sagði Ingi Björn. Ingi Björn sagðist í sama viðtali hafa verið í vafa upphaflega, hvort hann ætti að gefa kost á sér i landsliðið í þessa leiki. „En ég lét til leiðast, þar sem ég er alltaf tilbúinn að leika fyrir hönd Íslands, ef not eru fyrir krafta mína. En eftir þá lítilsvirðingu, sem Tony Knapp sýndi mér fyrir framan tíu þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum sá ég mér ekki annað fært, en að pakka saman dóti mínu og yfirgefa strákana í landsliðinu. Það er ekki með glöðu geði, að ég yfirgef þá — en ég sá mig tilneyddan eftir framkomu Knapps sem hreinlega gaf i skyn, að hann þurfi ekki á minum kröftum að halda. Ég skil hreinlega ekki, hvers vegna hann var að velja mig i landsliðið upphaflega, sagði Ingi Björn. Tony Knapp valdi Inga Björn Albertsson aftur í landsliðið sumarið eftir og þá skoraði Ingi sigurmarkið í 1-0 sigri á Norður-Írlandi og fyrra markið í 2-1 sigri á Norðmönnum. Ingi Björn spilaði allar 90 mínúturnar í báðum leikjum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af síðum íslensku blaðanna eftir þennan leik.Mynd/Dagblaðið 6. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976Mynd/Þjóðviljinn 6. september 1976Mynd/Tíminn 7. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Belgíska fótboltalandsliðið er mætt til Íslands og mætir strákunum okkar í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru 42 ár síðan Belgar voru síðast í Laugardalnum. Ísland lenti í riðli með Belgíu í undankeppni HM 1978 og fyrri leikur þjóðanna var á Laugardalsvellinum 5. september 1976. Belgar unnu þennan leik í septembermánuði 1976 á marki sem kom eftir mistök fyrirliða íslenska landsliðsins, Jóhannesar Eðvaldssonar. Íslenskir fjölmiðlar voru á því að jafntefli hafi verið sanngjörnustu úrslitin. Það var hins vegar ein skipting landsliðsþjálfarans Tony Knapp sem stal senunni og hafði mikla eftirmála. Ingi Björn Albertsson var á þessum tíma markahæsti leikmaðurinn og fyrirliðinn í besta félagsliði landsliðsins en hann byrjaði leikinn á bekknum. Knapp hafði skipt Inga Birni inn fyrir Guðmund Þorbjörnsson í hálfleik en eftir að Belgar skoruðu markið sitt á 73. mínútu leiksins þá ákvað landsliðsþjálfarinn að skipta Inga Birni aftur af velli. Ásgeir Elíasson kom inn fyrir hann og Ingi Björn var kominn af velli hálftíma eftir að honum hafði verið skipt inná. Það er óhætt að segja að Ingi Björn hafi tekið þessu mjög illa. „Ég hef enga ánægju af því að láta hafa mig að fífli, og þess vegna tók ég þá ákvörðun að vera ekki með landsliðinu að þessu sinni, sagði Ingi Björn Albertsson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Hann sagði sig úr hópnum og var ekki með íslenska liðinu í leik á móti Hollandi þremur sögum síðar.Mynd/Morgunblaðið 7. september 1976„Ég held að það hljóti að vera einsdæmi í landsleik, að leikmaður, sem kemur inná, sé tekinn útaf aftur, sagði Ingi Björn. Hann var líka í viðtali í Tímanum. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, þegar Tony Knapp kallaði mig útaf. Eftir þessa framkomu Knapps, ákvað ég að yfirgefa landsliðshópinn og fara ekki aftur til Þingvalla, sagði Ingi Björn. Ingi Björn sagðist í sama viðtali hafa verið í vafa upphaflega, hvort hann ætti að gefa kost á sér i landsliðið í þessa leiki. „En ég lét til leiðast, þar sem ég er alltaf tilbúinn að leika fyrir hönd Íslands, ef not eru fyrir krafta mína. En eftir þá lítilsvirðingu, sem Tony Knapp sýndi mér fyrir framan tíu þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum sá ég mér ekki annað fært, en að pakka saman dóti mínu og yfirgefa strákana í landsliðinu. Það er ekki með glöðu geði, að ég yfirgef þá — en ég sá mig tilneyddan eftir framkomu Knapps sem hreinlega gaf i skyn, að hann þurfi ekki á minum kröftum að halda. Ég skil hreinlega ekki, hvers vegna hann var að velja mig i landsliðið upphaflega, sagði Ingi Björn. Tony Knapp valdi Inga Björn Albertsson aftur í landsliðið sumarið eftir og þá skoraði Ingi sigurmarkið í 1-0 sigri á Norður-Írlandi og fyrra markið í 2-1 sigri á Norðmönnum. Ingi Björn spilaði allar 90 mínúturnar í báðum leikjum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af síðum íslensku blaðanna eftir þennan leik.Mynd/Dagblaðið 6. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976Mynd/Þjóðviljinn 6. september 1976Mynd/Tíminn 7. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976
Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira