Erlent

Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu

Kjartan Kjartansson skrifar
Eiffel-turninn í mengunarmistri yfir París.
Eiffel-turninn í mengunarmistri yfir París. Vísir/Getty
Ríkisstjórnir Evrópuríkja hafa brugðist í að bregðast við loftmengun sem er nú stærsta umhverfislega ógnin við lýðheilsu í álfunni. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Endurskoðunarréttar Evrópu þar sem einnig kemur fram að reglu um loftmengun í álfunni séu mun slakari en heilsufarsviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.Áætlað er að loftmengun valdi ótímabærum dauðsföllum um 400.000 Evrópubúa á hverju ári. Endurskoðunarrétturinn, sem hefur eftirlit með fjárlögum Evrópusambandsins, segir að auk þess sem reglur ríkjanna séu of rúmar framfylgi flest þeirra þeim ekki.Endurskoðunarrétturinn kallar eftir því í skýrslu sinni að löggjöf sambandsins um loftgæði verði samræmd heilbrigðisviðmiðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Núverandi reglur eru sagðar leyfa allt að tvöfalt meiri styrk svifryks í lofti en WHO telur öruggan, að því er segir í frétt The Guardian.Janusz Wojciechowski, aðalendurskoðandi réttarins, bendir á að loftmengun valdi ótímabærum dauða fleiri en þúsund Evrópubúa á hverjum degi og meira en 1% af öllum dauðsföllum í álfunni. Það er sé tíu sinnum fleiri dauðsföll en af völdum umferðarslysa.„Evrópusambandið ætti að gera loftmengun að forgangsmáli. Við vonum að það verði gert á næsta fjárlagatímabili,“ segir hann.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Tengja loftmengun við greindarskerðingu

Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.