Erlent

Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu

Kjartan Kjartansson skrifar
Eiffel-turninn í mengunarmistri yfir París.
Eiffel-turninn í mengunarmistri yfir París. Vísir/Getty

Ríkisstjórnir Evrópuríkja hafa brugðist í að bregðast við loftmengun sem er nú stærsta umhverfislega ógnin við lýðheilsu í álfunni. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Endurskoðunarréttar Evrópu þar sem einnig kemur fram að reglu um loftmengun í álfunni séu mun slakari en heilsufarsviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Áætlað er að loftmengun valdi ótímabærum dauðsföllum um 400.000 Evrópubúa á hverju ári. Endurskoðunarrétturinn, sem hefur eftirlit með fjárlögum Evrópusambandsins, segir að auk þess sem reglur ríkjanna séu of rúmar framfylgi flest þeirra þeim ekki.

Endurskoðunarrétturinn kallar eftir því í skýrslu sinni að löggjöf sambandsins um loftgæði verði samræmd heilbrigðisviðmiðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Núverandi reglur eru sagðar leyfa allt að tvöfalt meiri styrk svifryks í lofti en WHO telur öruggan, að því er segir í frétt The Guardian.

Janusz Wojciechowski, aðalendurskoðandi réttarins, bendir á að loftmengun valdi ótímabærum dauða fleiri en þúsund Evrópubúa á hverjum degi og meira en 1% af öllum dauðsföllum í álfunni. Það er sé tíu sinnum fleiri dauðsföll en af völdum umferðarslysa.

„Evrópusambandið ætti að gera loftmengun að forgangsmáli. Við vonum að það verði gert á næsta fjárlagatímabili,“ segir hann.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.