Sky Sports: Af hverju er Gylfi Sigurðsson ennþá að ströggla hjá Everton? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark sitt á tímabilinu á móti Rotherham United í enska deildabikarnum. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson hafði ekkert að segja við íslensku þjóðina eftir tapið á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í gær en enski risafjölmiðillinn Sky Sports hefur ýmislegt að segja um íslenska landsliðsmanninn í dag. Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um næstu helgi og þar verður Gylfi Þór Sigurðsson í sviðsljósinu með liði Everton. Everton keypti Gylfa fyrir metfé frá Swansea City fyrir einu ári síðan og það er óhætt að segja að íslenski miðjumaðurinn hafi ekki staðið undir þeim verðmiða á fyrstu tólf mánuðum sínum á Goodison Park. Matt Cheetham hjá Sky Sports skoðar tölfræði Gylfa í grein sinni á heimsíðu Sky Sports og reynir að komast að því af hverju Gylfi sé að strögla hjá Everton. Cheetham nefnir það sérstaklega að Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hafi tekið Gylfa af velli fjórtán mínútum fyrir leikslok þegar liðið þurfti mark. Marco Silva tók þá manninn af velli sem var einmitt keyptur til félagsins til að opna þéttar varnir mótherjanna.Why is Gylfi Sigurdsson still struggling at Everton? We take a look at the stats... https://t.co/R2JuXU4M3Wpic.twitter.com/p7a3Y4EDln — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 12, 2018 Gylfi átti aðeins 10 heppnaðar sendingar í leiknum og skapaði bara eitt færi fyrir félaga sína. Hann náði ekki einu skoti í leiknum, sólaði engan og kom aldrei við boltann í vítateig Huddersfield. Ekki beint glæsilegar tölur. Gylfi átti aðeins 10 af 328 heppnuðum sendingum þær 76 mínútur sem hann spilaði á móti Huddersfield en það eru aðeins þrjú prósent sendinganna hjá manni sem þarf að vera mikið í boltanum. Varamaðurinn Ademola Lookman náði fleiri heppnuðum sendingum en Gylfi. Í grein Sky Sports er nefnt sérstaklega hvað Gylfa gengur illa að skapa færi í opnum leik en hann skapaði aðeins sextán færi í opnum leik allt síðasta tímabil. Mörkin voru fjögur og stoðsendingarnar þrjár. Liðsfélagar hans Dominic Calvert-Lewin og Leighton Baines bjuggu til fleiri marktækifæri hjá Everton og það gerðu líka menn eins og Mark Noble, Darren Fletcher og Jake Livermore. Það kemur vel fram í greininni að eitt af stærstu vandamálum Gylfa er að komast hreinlega í boltann. Hann er með 15 heppnaðar sendingar að meðaltali á hverjar 90 mínútur en þar er hann aðeins í 79. sæti af þeim 83 miðjumönnum sem spila alvöru mínútur í ensku úrvalsdeildinni.Mynd/Tafla Sky SportsDæmi um sömu tölur hjá „tíum“ liðanna eru 63,3 heppnaðar sendingar á 90 mín. hjá David Silva í lið Manchester City, 48,5 heppanaðar á 90 mín, hjá Christian Eriksen hjá Tottenham og 39,0 heppnaðar á hverjar 90 mínútur hjá Aaron Ramsey hjá Arsenal. Gylfi er líka á eftir mönnum eins og James Maddison hjá Leicester (37,7 heppnaðar á 90 mín.) og Pascal Gross hjá Brighton & Hove Albion (20,6). Hingað til á tímabilinu á Gylfi aðeins 4,6 prósent af heppnuðum sendingum Everton-liðsins og aðeins 6,3 prósent af heppnuðum sendingum Everton á síðasta þriðjungnum. Þetta er mjög sláandi tölur og lýsa í raun aðalavandamáli Gylfa. Það efast enginn um sparkgetu hans eða sendingagetu en vandamálið hjá honum er hreinlega að komast í boltann í leikjum Everton. Matt Cheetham hjá Sky Sports hrósar Gylfa fyrir falleg mörk og öflugar fyrirgjafir úr föstum leikatriðum sem og fyrir vinnusemi sína þegar liðið er ekki með boltann. Hann segir líka að framlag frá Gylfa sé lykilatriði ætli Everton liðið að gera eitthvað á leiktíðinni. Á meðan þeir koma honum ekki í boltann þá verður mjög erfutt fyrir Everton liðið að stýra leiknum og opna varnir mótherjanna. Það má lesa alla grein Matt Cheetham á vef Sky Sports með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hafði ekkert að segja við íslensku þjóðina eftir tapið á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í gær en enski risafjölmiðillinn Sky Sports hefur ýmislegt að segja um íslenska landsliðsmanninn í dag. Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um næstu helgi og þar verður Gylfi Þór Sigurðsson í sviðsljósinu með liði Everton. Everton keypti Gylfa fyrir metfé frá Swansea City fyrir einu ári síðan og það er óhætt að segja að íslenski miðjumaðurinn hafi ekki staðið undir þeim verðmiða á fyrstu tólf mánuðum sínum á Goodison Park. Matt Cheetham hjá Sky Sports skoðar tölfræði Gylfa í grein sinni á heimsíðu Sky Sports og reynir að komast að því af hverju Gylfi sé að strögla hjá Everton. Cheetham nefnir það sérstaklega að Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hafi tekið Gylfa af velli fjórtán mínútum fyrir leikslok þegar liðið þurfti mark. Marco Silva tók þá manninn af velli sem var einmitt keyptur til félagsins til að opna þéttar varnir mótherjanna.Why is Gylfi Sigurdsson still struggling at Everton? We take a look at the stats... https://t.co/R2JuXU4M3Wpic.twitter.com/p7a3Y4EDln — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 12, 2018 Gylfi átti aðeins 10 heppnaðar sendingar í leiknum og skapaði bara eitt færi fyrir félaga sína. Hann náði ekki einu skoti í leiknum, sólaði engan og kom aldrei við boltann í vítateig Huddersfield. Ekki beint glæsilegar tölur. Gylfi átti aðeins 10 af 328 heppnuðum sendingum þær 76 mínútur sem hann spilaði á móti Huddersfield en það eru aðeins þrjú prósent sendinganna hjá manni sem þarf að vera mikið í boltanum. Varamaðurinn Ademola Lookman náði fleiri heppnuðum sendingum en Gylfi. Í grein Sky Sports er nefnt sérstaklega hvað Gylfa gengur illa að skapa færi í opnum leik en hann skapaði aðeins sextán færi í opnum leik allt síðasta tímabil. Mörkin voru fjögur og stoðsendingarnar þrjár. Liðsfélagar hans Dominic Calvert-Lewin og Leighton Baines bjuggu til fleiri marktækifæri hjá Everton og það gerðu líka menn eins og Mark Noble, Darren Fletcher og Jake Livermore. Það kemur vel fram í greininni að eitt af stærstu vandamálum Gylfa er að komast hreinlega í boltann. Hann er með 15 heppnaðar sendingar að meðaltali á hverjar 90 mínútur en þar er hann aðeins í 79. sæti af þeim 83 miðjumönnum sem spila alvöru mínútur í ensku úrvalsdeildinni.Mynd/Tafla Sky SportsDæmi um sömu tölur hjá „tíum“ liðanna eru 63,3 heppnaðar sendingar á 90 mín. hjá David Silva í lið Manchester City, 48,5 heppanaðar á 90 mín, hjá Christian Eriksen hjá Tottenham og 39,0 heppnaðar á hverjar 90 mínútur hjá Aaron Ramsey hjá Arsenal. Gylfi er líka á eftir mönnum eins og James Maddison hjá Leicester (37,7 heppnaðar á 90 mín.) og Pascal Gross hjá Brighton & Hove Albion (20,6). Hingað til á tímabilinu á Gylfi aðeins 4,6 prósent af heppnuðum sendingum Everton-liðsins og aðeins 6,3 prósent af heppnuðum sendingum Everton á síðasta þriðjungnum. Þetta er mjög sláandi tölur og lýsa í raun aðalavandamáli Gylfa. Það efast enginn um sparkgetu hans eða sendingagetu en vandamálið hjá honum er hreinlega að komast í boltann í leikjum Everton. Matt Cheetham hjá Sky Sports hrósar Gylfa fyrir falleg mörk og öflugar fyrirgjafir úr föstum leikatriðum sem og fyrir vinnusemi sína þegar liðið er ekki með boltann. Hann segir líka að framlag frá Gylfa sé lykilatriði ætli Everton liðið að gera eitthvað á leiktíðinni. Á meðan þeir koma honum ekki í boltann þá verður mjög erfutt fyrir Everton liðið að stýra leiknum og opna varnir mótherjanna. Það má lesa alla grein Matt Cheetham á vef Sky Sports með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti