Erlent

Segja að eitrað hafi verið fyrir liðsmanni Pussy Riot

Atli Ísleifsson skrifar
Pjotr Verzilov var einn þeirra sem ruddist inn á völlinn þegar úrslitaleikur HM í fótbolta var spilaður í Moskvu í sumar.
Pjotr Verzilov var einn þeirra sem ruddist inn á völlinn þegar úrslitaleikur HM í fótbolta var spilaður í Moskvu í sumar. Vísir/Getty

Pjotr Verzilov, liðsmaður rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot og einn ábyrgðarmanna fréttasíðunnar Mediazona, dvelur nú á sjúkrahúsi í Moskvu og er ástand hans sagt alvarlegt. Guardian greinir frá þessu. Samkvæmt upplýsingum fréttasíðunnar Meduza á hann að hafa misst sjónina og talgetu og telja vinir Verzilov að eitrað hafi verið fyrir honum.Veronika Nikulsjina, kærasta Verzilov og sömuleiðis liðsmaður Pussy Riot, segir að læknar hafi ekki verið með nein skýr svör hvað hafi gerst, en að Verzilov hafi verið fluttur í skyndi á eiturefnadeild sjúkrahúss í höfuðborginni.„Læknirinn sagði bara að ástand hans væri alvarlegt, en að vísbendingar séu um betri líðan og að hann sýni nú viðbrögð þegar hann heyrir nafn sitt,“ segir Nikulsjina.Ruddust inn á völlinn

Nikulsjina og Verzilov voru í hópi fjögurra sem voru handtekin eftir að hafa ruðst inn á völlinn þegar úrslitaleikur Frakka og Króata var spilaður á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi í sumar.Fjórmenningunum var sleppt úr fangelsi í lok júlí, þegar þau höfðu afplánað hálfs mánaða dóm fyrir uppátækið.


Tengdar fréttir

Pussy Riot-liðar handteknir strax aftur

Fjórir liðsmenn hópsins voru fangelsaðir í fimmtán daga fyrir að hlaupa inn á völlinn á úrslitaleik HM. Þeir voru handteknir aftur þegar þeir hugðust yfirgefa fangelsið í dag.

Liðsmönnum Pussy Riot sleppt

Fjórum liðsmönnum rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot sem ruddust inn á völlinn þegar úrslitaleikur HM stóð yfir um miðjan síðasta mánuð hefur nú verið sleppt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.