Enski boltinn

Silva: Gat varla sofið né borðað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Silva með Mateo í fanginu.
Silva með Mateo í fanginu. getty
David Silva, leikmaður Man. City, er í opinskáu viðtali við Gary Lineker þar sem hann talar meðal annars um son sinn sem var vart hugað líf í desember er hann fæddist langt fyrir tímann.

Næstu fimm mánuðir eru þeir erfiðustu í lífi Silva því lengi vel var óvissa um hvort sonurinn, Mateo, myndi lifa af. Þessa fimm mánuði var Silva á stöðugu ferðalagi milli Englands og Spánar þar sem sonurinn var á sjúkrahúsi.

„Þetta var gríðarlega erfitt. Hann var svo lengi á sjúkrahúsinu og öll þessi ferðalög tóku líka á. Ég gat í raun lítið sem ekkert æft á þessum tíma. Svo svaf ég lítið og borðaði lítið sömuleiðis,“ sagði Silva en segir það hafa hjálpað til að liðinu gekk vel og hann gat verið fjarri því með góðri samvisku. Félagið stóð þess utan vel við bakið á honum.

„Einu skiptin sem ég hugsaði ekki um Mateo var þegar ég spilaði fótbolta. Leið og leiknum lauk þá var ég farinn að hugsa um hann aftur. Honum líður vel núna og þetta var allt þess virði.“

Silva kom til City fyrir átta árum síðan. Þá var hann 24 ára leikmaður Valencia og bjó hjá foreldrum sínum. City sýndi honum þá mikinn áhuga á sama tíma og foreldrar hans voru að skilja. Hann ákvað því að þetta væri rétti tíminn til þess að fara frá Spáni.

Farið er um víðan völl í viðtalinu og lesa má meirihluta viðtalsins hér.


Tengdar fréttir

Sonur Silva að verða betri með hverjum deginum

David Silva, miðjumaður Manchester City, segir að sonur hans sem var að berjast fyrir lífi sínu á dögunum vegna þess að hann fæddist langt fyrir settan tíma sé allur að koma til.

Sonur Silva berst fyrir lífi sínu

David Silva, leikmaður Man. City, greindi frá því í dag að ástæðan fyrir fjarveru hans síðustu misseri væri tengd því að sonur hans væri að berjast fyrir lífi sínu.

Sonur Silva fékk loksins að fara heim af spítalanum

Eftir gríðarlega erfitt ár þá er farið að birta til hjá David Silva, leikmanni Man. City. Syni hans var ekki hugað líf í byrjun ársins en fékk loksins að fara heim af spítalanum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×