Enski boltinn

Sonur Silva berst fyrir lífi sínu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það eru erfiðir tímar hjá David Silva og fjölskyldu.
Það eru erfiðir tímar hjá David Silva og fjölskyldu. vísir/getty

David Silva, leikmaður Man. City, greindi frá því í dag að ástæðan fyrir fjarveru hans síðustu misseri væri tengd því að sonur hans væri að berjast fyrir lífi sínu.

Sonurinn Mateo fæddist fyrir nokkrum vikum síðan og það langt fyrir tímann. Síðustu vikur hafa því verið mjög erfiðar fyrir Silva og fjölskyldu.

„Mig langar að þakka fyrir ástina og kveðjurnar síðustu vikur. Sérstakar þakkir fær félagið og liðsfélagar mínir fyrir skilninginn. Ég vil einnig greina ykkur frá því að sonur minn Mateo, sem fæddist langt fyrir tímann, er að berjast fyrir lífi sínu á hverjum degi,“ segir í yfirlýsingu frá Silva í dag.

Silva var í liði Man. City gegn Watford í gær en það var fyrsti leikur hans með liðinu síðan 13. desember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.