Enski boltinn

Sonur Silva að verða betri með hverjum deginum

Anton Ingi Leifsson skrifar
David Silva í leiknum gegn Stoke í fyrrakvöld þar sem hann skoraði tvö mörk.
David Silva í leiknum gegn Stoke í fyrrakvöld þar sem hann skoraði tvö mörk. vísir/getty

David Silva, miðjumaður Manchester City, segir að sonur hans sem var að berjast fyrir lífi sínu á dögunum vegna þess að hann fæddist langt fyrir settan tíma sé allur að koma til.

Silva hefur verið inn og út úr liði City síðustu mánuði, en hann hefur fengið frí, eðlilega, til þess að fara heim til Spánar þar sem kona hans og nýfætt barn hafa haldið sig.

„Þegar ég spila fótbolta þá gleymi ég öllu, það er gott fyrir mig að skila. Einkalífið mitt er mjög erfitt, en sonur minn er að berjast. Ég er mjög ánægður því hann er að verða sterkari og að verða betri,” sagði Silva við Sky Sports.

City spilar næst ekki fyrr en 31. mars og nú fá þeir kærkomið frí. City fer nú til Abu Dhabi, en Silva fer aftur til sinnar fjölskyldu. Pep Guardiola, stjóri City, útskýrði stöðuna.

„Silva vill vera hér, en stundum þarf að hann að fara til baka og sjá son sinn og konu, sem eru að braggast.”Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.