Enski boltinn

Sonur Silva fékk loksins að fara heim af spítalanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Silva ásamt syninum og starfsfólki sjúkrahússins.
Silva ásamt syninum og starfsfólki sjúkrahússins. twitter
Eftir gríðarlega erfitt ár þá er farið að birta til hjá David Silva, leikmanni Man. City. Syni hans var ekki hugað líf í byrjun ársins en fékk loksins að fara heim af spítalanum í gær.

Drengurinn fæddist langt fyrir tímann og hefur þurft að berjast fyrir lífi sínu síðustu mánuði. Veikindi sonarins gerði Silva eðlilega erfitt fyrir að sinna vinnunni sinni en hann komst í gegnum það, varð enskur meistari en stóru verðlaunin komu er hann fékk loksins að fara heim með drenginn sinn.

„Við erum loksins á heimleið,“ skrifaði Silva meðal annars í gær og með fygldu myndir af starfsfólki sjúkrahússins sem hann sagðist vera óendanlega þakklátur fyrir.





Silva missti af sigurskrúðgöngu City á mánudag en þakkaði Pep Guardiola, stjóra City, fyrir að sýna hans stöðu skilning.

„Ég vil þakka aðdáendum mínum, liðsfélögum, starfsmönnum City, félaginu og sérstaklega stjóranum fyrir að sýna minni stöðu skilning. Þú ert frábær manneskja,“ sagði Silva um Guardiola en stjórinn stóð alltaf með honum og sagði eftirfarandi orð í janúar.

„David má fara þegar honum hentar. Fjölskyldan er það sem skiptir mestu máli í lífinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×