Fjórði hver lögreglumaður finnur ekki til öryggis Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2018 06:00 Lögreglumenn við umferðargæsla Einn af hverjum fjórum lögreglumönnum telur sig ekki vera öruggan í starfi. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómsmálaráðherra. Snorri Magnússon, formaður Félags lögreglumanna, segir félagið hafa margoft bent á lausnir til að auka öryggi lögreglumanna. Markmið dómsmálaráðuneytisins er að níu af hverjum tíu lögreglumönnum telji sig örugga við skyldustörf. Niðurstaða skoðunar í fyrra sýni það hins vegar að aðeins 74 prósent lögreglumanna telji sig vera örugg í starfi. „Þetta er eitthvað sem þarf að bæta og hangir saman við það sem við höfum margoft sagt. Það þarf að fjölga lögreglumönnum. Við teljum það vera meginskýringuna á þessu,“ segir Snorri.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Snorri segist margoft hafa, bæði í ræðu og riti, gert stjórnvöldum grein fyrir því að þetta sé meginþáttur í að auka öryggi lögreglumanna. „Það er morgunljóst að öryggi er ekki mikið þegar þú þarft kannski að bíða klukkustundum saman eftir aðstoð. Það getur svo sannarlega gerst í dreifðum byggðum landsins. Það er vinnuumhverfi sem er afar erfitt fyrir lögreglumenn,“ bætir Snorri við. Árið 2012 kannaði lögreglan sjálf öryggi starfsmanna sinna og segir Snorri að svipaðar tölur hafi komið út úr þeirri rannsókn. „Það hefur lítið breyst í þessum efnum enda hefur mönnun lögreglunnar ekkert skánað á öllum þessum tíma. Hins vegar hefur verkefnum okkar fjölgað svo um munar á sama tíma. Við höfum talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda lengi og virðist engu skipta hverjir eru við stjórnvölinn í þeim efnum,“ segir formaður Landssambands lögreglumanna að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinn sökum manneklu Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir sjúkraflutningamenn taka upplýsingar og myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu, þegar hún kemst ekki á vettvang. 2. september 2018 18:30 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Lögreglumenn þurfa að sleppa útköllum Lögreglumenn segjast hafa þurft að sleppa útköllum og forgangsraða vegna manneklu í starfinu. Þetta sé staða sem ekki er boðleg. 21. ágúst 2018 20:24 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
Einn af hverjum fjórum lögreglumönnum telur sig ekki vera öruggan í starfi. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómsmálaráðherra. Snorri Magnússon, formaður Félags lögreglumanna, segir félagið hafa margoft bent á lausnir til að auka öryggi lögreglumanna. Markmið dómsmálaráðuneytisins er að níu af hverjum tíu lögreglumönnum telji sig örugga við skyldustörf. Niðurstaða skoðunar í fyrra sýni það hins vegar að aðeins 74 prósent lögreglumanna telji sig vera örugg í starfi. „Þetta er eitthvað sem þarf að bæta og hangir saman við það sem við höfum margoft sagt. Það þarf að fjölga lögreglumönnum. Við teljum það vera meginskýringuna á þessu,“ segir Snorri.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Snorri segist margoft hafa, bæði í ræðu og riti, gert stjórnvöldum grein fyrir því að þetta sé meginþáttur í að auka öryggi lögreglumanna. „Það er morgunljóst að öryggi er ekki mikið þegar þú þarft kannski að bíða klukkustundum saman eftir aðstoð. Það getur svo sannarlega gerst í dreifðum byggðum landsins. Það er vinnuumhverfi sem er afar erfitt fyrir lögreglumenn,“ bætir Snorri við. Árið 2012 kannaði lögreglan sjálf öryggi starfsmanna sinna og segir Snorri að svipaðar tölur hafi komið út úr þeirri rannsókn. „Það hefur lítið breyst í þessum efnum enda hefur mönnun lögreglunnar ekkert skánað á öllum þessum tíma. Hins vegar hefur verkefnum okkar fjölgað svo um munar á sama tíma. Við höfum talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda lengi og virðist engu skipta hverjir eru við stjórnvölinn í þeim efnum,“ segir formaður Landssambands lögreglumanna að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinn sökum manneklu Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir sjúkraflutningamenn taka upplýsingar og myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu, þegar hún kemst ekki á vettvang. 2. september 2018 18:30 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Lögreglumenn þurfa að sleppa útköllum Lögreglumenn segjast hafa þurft að sleppa útköllum og forgangsraða vegna manneklu í starfinu. Þetta sé staða sem ekki er boðleg. 21. ágúst 2018 20:24 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
Öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinn sökum manneklu Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir sjúkraflutningamenn taka upplýsingar og myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu, þegar hún kemst ekki á vettvang. 2. september 2018 18:30
Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30
Lögreglumenn þurfa að sleppa útköllum Lögreglumenn segjast hafa þurft að sleppa útköllum og forgangsraða vegna manneklu í starfinu. Þetta sé staða sem ekki er boðleg. 21. ágúst 2018 20:24